
Betur fór en áhorfðist þegar flugvél frá American Airlines varð eldi að bráð en öllum var bjargað úr flugvélinni.
Samkvæmt embættismönnum í Bandaríkjunum gerðist þetta síðdegis í gær þegar farþegaflugvélin, sem var full af farþegum, fór í loftið frá Colorado Springs í Colorado og átti að fara til Fort Worth í Texas en var send til Denver vegna titrings í hreyfli.
Þegar vélin var að leggja að hliðinu kom upp eldur vegna vandræða með hreyfilinn, sem neyddi farþeganna til að rýma hana þar sem reykurinn fyllti vélina að innan. Í myndbandi sem birt hefur verið af atvikinu má sjá suma farþega standa á væng vélarinnar eftir að hafa klifrað út. Alls voru 172 farþegar og sex áhafnarmeðlimir um borð. Tólf manns voru fluttir á sjúkrahús vegna minni háttar meiðsla.
Sem betur fer lést enginn en yfirvöld í Bandaríkjunum eru með málið til rannsóknar.
Komment