
Smáflugvél fórst í strandhéraði Kenía, í Kwale, snemma í morgun, á leið til þjóðgarðsins Maasai Mara, að því er yfirvöld greina frá. Ellefu manns fórust með flugvélinni.
Slysið átti sér stað á hæðóttu og skóglendu svæði um 40 kílómetra frá Diani-flugbrautinni, samkvæmt yfirvöldum. Stephen Orinde, héraðsstjóri Kwale, sagði við fréttastofu Associated Press að farþegarnir væru „allir erlendir túristar“ og að þjóðerni þeirra yrði staðfest síðar.
Hann sagði að rannsókn á orsökum slyssins væri í gangi en benti á að það gæti hafa stafað af slæmu veðri.
„Veðrið er ekki mjög gott hérna eins og er. Frá því snemma morguns hefur rignt og það er mjög þokukennt, en við getum ekki fyrirbyggt [niðurstöðurnar],“ sagði Orinde.
Í ágúst hrapaði létt flugvél í eigu læknasamtakanna Amref í útjaðri höfuðborgarinnar Naíróbí og sex létust og tveir særðust.

Komment