1
Minning

Séra Gylfi Jónsson fallinn frá

2
Heimur

Telur Trump hafa fengið heilablóðfall

3
Innlent

Atli Þór segir Snorra skorta tilfinningagreind í umræðum

4
Fólk

Tekjukóngur selur rándýrt einbýli

5
Innlent

Þingkona Sjálfstæðisflokksins styður málstað Snorra heilshugar

6
Sport

„Hvernig Stjarnan tekur á móti liðunum er til háborinnar skammar“

7
Innlent

Grýtti matvælum í Kópavogi

8
Heimur

Mexíkósk fjölskylda fannst látin í pallbíl

9
Heimur

Fatima litla skipulagði eigin jarðarför

10
Skoðun

Þegar vitið sofnar vakna ófreskjur

Til baka

Elsku bróðir minn

Lárus Björn Svavarsson
Lárus Björn Svavarsson

Elsku bróðir minn. Í gær var svipurinn á andliti þínu annar en hann hafði verið undanfarna mánuði. Hann markaðist ekki lengur af hryggð og sársauka. Þér leið greinilega betur. En þú varst farinn og ég stóð eftir og tómleiki fyllti mig. Þegar maðurinn minn spurði hvernig mér liði fannst mér ég þurfa að segja eitthvað og fann fyrir ótta við að þögn mín væri of hávær.

Minningar leita á hugann. Ég hef verið að reyna að raða þeim í tímaröð, eins og til að fá skikk á hugsanirnar. Mamma var andvaka árin sem þú varst vistaður á Breiðavík. Hún gekk um gólf strauk sér um bakið og tjáði angist sína vegna veru þinnar þar. Ég sat og hlustaði og angist hennar settist að í mér.

Í hvert sinn sem við hittumst eða heyrðumst eða skrifuðumst á ávarpaðir þú mig eins: „Elsku systir.“ Þegar ég var fjórtán fór ég í fyrsta sinn með rettur til þín á Níuna. Skömmin yfir að eiga bróður í fangelsi skaut rótum innra með mér það ár enda mengaði andi fordómanna íslenskt samfélag árið 1969. Fjölskylduleyndarmálin voru vandlega grafin í skjóli friðhelgi einkalífsins. Hvernig vogaði ég mér að labba eins ekkert væri sjálfsagðara að dyrum Hegningarhússins að Skólavörðustíg 9 og hringja á dyrabjölluna? Þvílík framhleypni.

Þegar ég kvaddi þig í gær tók ég Princepakkan og leðurhattinn með mér. Ég settist út við vegg í sólskininu dró sígarettu upp úr pakkanum og kveikti í. Mér fannst eitt andartak þú sitja við hliðina á mér. Það urðu þáttaskil í lífi þínu þegar umræðan um vistheimilin varð opinber og þú „þessi óforbetranlegi síafbrotamaður“ grést í beinni þegar þú játaðir að hafa verið vistaður á Breiðavík í fimm ár. Í mínum huga varstu aldrei „óforbetranlegur.“ Þú varst umfram allt hlýr og elskulegur bróðir minn. En þegar barið var á dyr félagsmálayfirvalda og réttarkerfisins reyndust sumir fulltrúar þeirra vera fullir mannfyrirlitningar og dómhörku. Að þeirra áliti varstu vonlaus vanvita smælingi varla læs né skrifandi. Þó lágu fyrir skýrslur sem innihéldu greiningar geðlæknis þess efnis að þú værir bæði lesblindur og ofvirkur. Ég velti stundum fyrir mér hve margir Lallar þurfa að feta í fótspor þín þar til mannskilningur kærleikans fær að skína yfir líf þeirra.

Ég ætla ekki að kveðja þig í biturð vegna þeirra illu örlaga sem líf þitt einkenndist svo oft af. Stundum vegna þinna eigin ákvarðana og stundum vegna skilnings- og skeytingarleysis manna. Ég kveð þig sem bróðir sem vissulega tilheyrði á stundum undirheimum Reykjavíkurborgar. Þar varstu með bræðrum og systrum sem mörg bera, eins og þú gerðir, skarðan hlut frá borði lífsins. En þó hef ég margsinnis hitt konur sem voru þér samtíma í þessum heimi. Konur sem ruku upp um hálsinn á þér í þakklæti fyrir vernd sem þú veittir þeim á ögurstundum ofbeldis sem ógnaði þeim. Þú varst alltaf trúaður. Einn laugardag þegar ég heimsótti þig á Hraunið lá Biblían þín á borðinu. Þegar ég fletti í gegnum hana sá ég að víða hafði verið krotað stórum stöfum á blaðsíðurnar: „Jesú er herforinginn. Jesú er stríðshetjan.“ Auk þess að nýtast sem símaskrá félaga þinna á Keisaranum.

Þú fórst síðustu árin oft á samkomur hjá United í Kópavoginum. Hann Siggi Skipper sótti þig gjarnan á mánudagskvöldum. Þú fékkst þér sæti frekar framarlega, krosslagðir hendur á brjóst og hallaðir þér upp að veggnum. Þú lést ekki á þér bera á meðan á stundinni stóð en faðmaðir innilega gamla og nýja félaga að henni lokinni.

Hjartans þakkir færi ég Óla og Elínu rekstraraðilum Draumasetursins og öllum þeim sem bjuggu með Lalla á þessu áfangaheimili. Þar bjóstu í tæp 20 ár og eignaðist í fyrsta sinn þitt eigið herbergi.

Ég vil einnig færa starfsfólki Vitatorgs á Hrafnistu Laugarási þakkir fyrir hlýhug og velvild í garð Lalla.

Elsku Lalli minn ég veit að þú ert kominn heim til Guðs. Þar nýturðu þeirra gæða sem ekki voru þín í þessum heimi. Þú munt lifa í minningu minni.

Þín elskandi systir Rósa.

Rósa Ólöf Ólafíudóttir
Rósa Ólöf Ólafíudóttir
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Belgar viðurkenna sjálfstæði Palestínu
Heimur

Belgar viðurkenna sjálfstæði Palestínu

Utanríkisráðherra Belgíu segir að stjórnvöld ætli að viðurkenna sjálfstætt Palestínuríki, og að það verði gert á allsherjarfundi Sameinuðu þjóðanna síðar í mánuðinum að uppfylltum nokkrum skilyrðum
Ísraelskir varaliðar neita að berjast í Gaza-borg
Heimur

Ísraelskir varaliðar neita að berjast í Gaza-borg

Landlæknir styður hinsegin fólk
Innlent

Landlæknir styður hinsegin fólk

Þegar vitið sofnar vakna ófreskjur
Skoðun

Theódóra Björk Guðjónsdóttir

Þegar vitið sofnar vakna ófreskjur

Telur Trump hafa fengið heilablóðfall
Heimur

Telur Trump hafa fengið heilablóðfall

Játa að vera drullusokkar
Myndir
Menning

Játa að vera drullusokkar

„Ég kynntist fólki sem hafði mátt reyna að tilvist þess var dregin í efa“
Innlent

„Ég kynntist fólki sem hafði mátt reyna að tilvist þess var dregin í efa“

Séra Gylfi Jónsson fallinn frá
Minning

Séra Gylfi Jónsson fallinn frá

„Ef það þarf að gera meira hraðar þá gerum við meira hraðar“
Pólitík

„Ef það þarf að gera meira hraðar þá gerum við meira hraðar“

Þingkona Sjálfstæðisflokksins styður málstað Snorra heilshugar
Innlent

Þingkona Sjálfstæðisflokksins styður málstað Snorra heilshugar

Mexíkósk fjölskylda fannst látin í pallbíl
Heimur

Mexíkósk fjölskylda fannst látin í pallbíl

Tekjukóngur selur rándýrt einbýli
Fólk

Tekjukóngur selur rándýrt einbýli

Atli Þór segir Snorra skorta tilfinningagreind í umræðum
Innlent

Atli Þór segir Snorra skorta tilfinningagreind í umræðum

Minning

Séra Gylfi Jónsson fallinn frá
Minning

Séra Gylfi Jónsson fallinn frá

Nafnið á manninum sem lést
Minning

Nafnið á manninum sem lést

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá
Minning

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá

Grétar Brynjúlfur Kristjánsson látinn
Minning

Grétar Brynjúlfur Kristjánsson látinn

Loka auglýsingu