1
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

2
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

3
Minning

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá

4
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

5
Innlent

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins

6
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

7
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

8
Innlent

Sósíalistaflokkurinn vill tilnefna Francescu Albanese til friðarverðlauna Nóbels

9
Innlent

Þrír erlendir karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir innflutning kókaíns

10
Innlent

Tíu ára drengur illa útleikinn: „Dekkið hafði verið losað á hjólinu hans“

Til baka

Bylgja kvennamorða skekur Danmörku

Óvenjulega mörg morð á konum af hálfu nákominna síðustu daga.

Lögreglan Danmörku
Mörg mál á skömmum tímaLögreglan að störfum í Danmörku. Myndin tengist efni greinarinnar ekki beint.
Mynd: AFP

Í nótt átti sér stað fimmta morðið á konu á átta dögum í Danmörku í óvenjulegri bylgju kvennamorða.

Kona á fimmtugsaldri fannst látin snemma að morgni þriðjudags í Tranbjerg J, og hefur 39 ára sambýlismaður hennar verið handtekinn og ákærður fyrir morð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Austur-Jótlandi sem Ekstra bladet fjallar um.

Maðurinn, 39 ára að aldri, hringdi sjálfur í lögregluna klukkan 04:53 í nótt og tilkynnti að 50 ára sambýliskona hans væri látin.

Lögregla og sjúkraflutningafólk fóru strax á vettvang, en ekki reyndist unnt að bjarga lífi konunnar. Maðurinn var handtekinn á staðnum.

Lögregla vann enn á vettvangi í morgun, og hefur girt svæðið af til að tryggja sönnunargögn.

Síðar í dag verður hinn 39 ára gamli maður leiddur fyrir dómara í Árósum.

Lögreglan á austurhluta Jótlands greinir frá því að ákæruvaldið muni óska eftir því að réttarhöldin eigi sér stað bakvið lokaðar dyr og að ekki verði veittar frekari upplýsingar að svo stöddu vegna rannsóknarinnar. Aðstandendur konunnar hafa verið upplýstir.

Þetta er í fimmta sinn á átta dögum sem kona er myrt í Danmörku.

Mánudaginn í síðustu viku var 47 ára gömul kona skotin til bana á miðri götu í Brønshøj, norðvestur af miðri Kaupmannahöfn, og var 61 árs gamall fyrrverandi eiginmaður hennar handtekinn og síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um morð.

Á þriðjudag fannst 71 árs kona látin á Kingosvej í Esbjerg og benti rannsókn lögreglu fljótt til þess að um refsiverðan verknað væri að ræða.

55 ára og 84 ára gamlir menn voru handteknir og ákærðir fyrir morð. Sá yngri var leiddur fyrir dómara og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Hann er grunaður um að hafa banað konunni með því að kæfa hana. Hann neitar sök. Samkvæmt lögreglu þekkti konan mennina tvo.

Sama dag fundust karl og kona á fertugsaldri látin í húsnæði í Nørresundby, norður af Álaborg. Lögregla gaf síðar út að talið væri að maðurinn hefði myrt konuna og síðan svipt sig lífi.

Lögreglan á Norður-Jótlandi staðfesti að þau hefðu áður verið í sambúð.

Danmörk telst til eins öruggasta lands heims. Allt árið 2022 voru tilkynnt 23 morð á konum í landinu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

Kennari segir það hafa einungis verið „tímaspursmál” hvenær stjórnmálamenn kæmu fram og gerðu tilraun til að eyðileggja Matsferil, væntanlegt mælitæki MMS
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Atla Vikari Jónssyni
Innlent

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Atla Vikari Jónssyni

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk
Grein

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu
Menning

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu

„Við getum lært af öðrum”
Innlent

„Við getum lært af öðrum”

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra
Innlent

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra

Tíu ára drengur illa útleikinn: „Dekkið hafði verið losað á hjólinu hans“
Innlent

Tíu ára drengur illa útleikinn: „Dekkið hafði verið losað á hjólinu hans“

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag
Myndir
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

Gæsluvarðhaldi yfir leikskólastarfsmanninum framlengt um viku
Innlent

Gæsluvarðhaldi yfir leikskólastarfsmanninum framlengt um viku

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Formaður Neytendasamtakanna hugsi yfir stýrivöxtunum
Peningar

Formaður Neytendasamtakanna hugsi yfir stýrivöxtunum

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

Þrír erlendir karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir innflutning kókaíns
Innlent

Þrír erlendir karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir innflutning kókaíns

Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Tvennt í haldi lögreglu
Norrænu læknafélögin: Hrun heilbrigðiskerfis á Gaza er neyðarástand
Heimur

Norrænu læknafélögin: Hrun heilbrigðiskerfis á Gaza er neyðarástand

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn
Heimur

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu
Heimur

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu
Heimur

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu

„Truflandi“ skilaboð milli lækna í máli Matthew Perry opinberuð
Heimur

„Truflandi“ skilaboð milli lækna í máli Matthew Perry opinberuð

Loka auglýsingu