1
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

2
Heimur

Tölvuhakkarar hafa lamað herskyldukerfi Rússa í mánuði

3
Heimur

Donald Trump varar við „mjög alvarlegum hefndaraðgerðum“ eftir banvæna árás í Sýrlandi

4
Innlent

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar

5
Innlent

Eldur tengir RÚV og hinsegin fólk við hryðjuverkaárásina í Ástralíu

6
Innlent

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun

7
Innlent

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu

8
Heimur

Fyrrverandi klámleikkona sakfelld fyrir morð á eiginmanni sínum

9
Heimur

Matarsendill sprautaði piparúða yfir skyndibita viðskiptavina

10
Fólk

Reffilegt glæsihús neðst í botnlanga til sölu

Til baka

Enn þurfa Austfirðingar að bíða eftir lögreglustjóra

Meira en hálft ár er síðan auglýst var eftir lögreglustjóra á Austurlandi

Egilsstaðir
EgilsstaðirAusturland er enn án lögreglustjóra
Mynd: Eysteinn Guðni Guðnason/Wikipedia

Enn hefur ekki verið skipað í embætti lögreglustjóra á Austurlandi, þrátt fyrir að staðan hafi verið laus í meira en hálft ár. Skipan núverandi sýslumanns hefur aftur á móti verið framlengd um eitt ár. Kemur þetta fram í umfjöllun Austurfréttar.

Samkvæmt svörum dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Austurfréttar er unnið að skipun nýs lögreglustjóra, en niðurstöðu er að vænta „á næstunni.“ Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, tók tímabundið við embættinu 1. apríl síðastliðinn þegar Margrét María Sigurðardóttir, sem áður gegndi starfinu, var skipuð forstjóri Mannréttindastofnunar.

Starfið var auglýst í júní og bárust þrjár umsóknir, en síðan hefur lítið verið látið uppi um framhald málsins.

Skipan Svavars Pálssonar framlengd til 2026

Svavar Pálsson, sýslumaður á Norðurlandi eystra, var skipaður sýslumaður á Austurlandi í fyrra til eins árs. Skipan hans hefur nú verið framlengd frá 1. nóvember 2025 til 31. október 2026.

Á sama tíma vinnur ráðherra að því að sameina öll sýslumannsembætti landsins í eitt. Upphaflega átti hið sameinaða embætti að taka til starfa 1. janúar 2026, en þar sem málið dagaði upp á Alþingi í vor hefur framkvæmdinni verið frestað um ár – til 1. janúar 2027.

Undirbúningur fyrir breytingar hafinn

Fyrr í mánuðinum hélt starfsfólk sýslumannsembættanna sameiginlegan vinnudag á Akureyri þar sem um 200 manns komu saman. Áhersla var lögð á framtíðarsýn, samvinnu og forystu í aðdraganda væntanlegrar sameiningar.

Á vinnustofum var unnið að stefnumótun og mótuð forgangsmarkmið næsta árs undir leiðarstefunum framsækni, þekking og samvinna.

Í tilkynningu segir að lögð hafi verið sérstök áhersla á áframhaldandi stafræna þróun, samræmingu verklags milli embætta, aukningu starfsánægju og að allar breytingar byggist á gagnsæi og trausti.

Að vinnudeginum loknum var haldinn aðalfundur Sýslumannafélags Íslands þar sem Svavar Pálsson var endurkjörinn formaður.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Nick hnakkreifst við foreldra sína í jólaveislu Conan O´Brien
Heimur

Nick hnakkreifst við foreldra sína í jólaveislu Conan O´Brien

„Við höfum reynt allt“
Sir Cliff Richard opnar sig um blöðruhálskrabbamein
Heimur

Sir Cliff Richard opnar sig um blöðruhálskrabbamein

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun
Innlent

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð
Landið

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð

Lögreglan eykur eftirlit með skotvopnum
Innlent

Lögreglan eykur eftirlit með skotvopnum

Kona dæmd fyrir að valda dauða manns á rafhlaupahjóli
Myndband
Heimur

Kona dæmd fyrir að valda dauða manns á rafhlaupahjóli

OnlyFans stjarnan Annie Knight varar aðra við eftir alvarlegt atvik
Heimur

OnlyFans stjarnan Annie Knight varar aðra við eftir alvarlegt atvik

Innkalla grjónagraut vegna aðskotahlutar
Innlent

Innkalla grjónagraut vegna aðskotahlutar

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu
Innlent

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu

Sonurinn er grunaður um morðið á Rob og Michele
Heimur

Sonurinn er grunaður um morðið á Rob og Michele

Allt sem vitað er um feðgana á Bondi-ströndinni
Heimur

Allt sem vitað er um feðgana á Bondi-ströndinni

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar
Innlent

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar

Ferðamanni bjargað úr sjávarháska á Tenerife
Heimur

Ferðamanni bjargað úr sjávarháska á Tenerife

Landið

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð
Landið

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð

Til að undirstrika óánægju sína mættu sveitarstjórnarfulltrúar Múlaþings klæddir svörtu á fund.
Lægðin stefnir til Færeyja
Landið

Lægðin stefnir til Færeyja

Seyðfirðingur biðst afsökunar á að hafa kosið Flokk fólksins
Landið

Seyðfirðingur biðst afsökunar á að hafa kosið Flokk fólksins

Yfirvöld styðja við menntun á landsbyggðinni
Landið

Yfirvöld styðja við menntun á landsbyggðinni

Óásættanlegt ástand á lóðum á Seyðisfirði
Landið

Óásættanlegt ástand á lóðum á Seyðisfirði

Dæla peningum í Reykjanesbæ
Landið

Dæla peningum í Reykjanesbæ

Loka auglýsingu