1
Heimur

4 ára stúlka illa haldin eftir slys í vatnsrennibrautagarði á Kanarí

2
Fólk

„Andláti mínu hefur verið frestað“

3
Innlent

Umdeildur skólameistari fær sparkið

4
Innlent

Maríanna Lind dæmd fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan Ölhúsið

5
Innlent

Gefur í skyn að Inga hafi verið drukkin

6
Innlent

Farþegi lést í tveggja bíla árekstri við Stafdal

7
Heimur

Sló konu í rassinn og kýldi hana svo í höfuðið

8
Innlent

Dómskerfið „véfengir og drusluskammar“ brotaþola, segir Drífa

9
Innlent

Blóðugur karlmaður fluttur á bráðamóttöku eftir vinnuslys

10
Peningar

KALEO-strákarnir stofna fyrirtæki saman

Til baka

Faðir Meghan Markle fluttur á gjörgæslu eftir bráðaaðgerð

„Ég myndi biðja alla um að halda honum í hugsunum sínum“

Meghan Markle og Harrý prins
Meghan og HarrýHeilsa föður Meghan er tvísýn
Mynd: MICHAEL LOCCISANO / GETTY IMAGES VIA AFP

Faðir Meghan Markle, Thomas Markle, hefur verið fluttur á gjörgæsludeild eftir bráðaaðgerð, að sögn sonar hans.

Thomas, 81 árs, var fluttur á sjúkrahús á Filippseyjum á þriðjudag eftir að hann veiktist alvarlega heima hjá sér. Hann gekkst undir þriggja klukkustunda aðgerð í dag og dvelur nú á gjörgæslu, að sögn sonar hans. Samkvæmt Thomas Markle Jr. á faðir hans nú eftir að gangast undir aðra aðgerð til að fjarlægja blóðtappa.

Samband Thomas Sr. og Meghan hefur verið í rúst síðan árið 2018, þegar Meghan giftist Harrý prins og þau slitu samskiptum.

Thomas Jr. sagði í samtali við Daily Mail að hann hafi ekið föður sínum í skyndi á heimahjúkrunarstöð á Filippseyjum, þar sem læknar sögðu að „líf hans væri í bráðri hættu“ eftir að hafa framkvæmt nokkrar myndatökur.

Hann bætti við: „Þeir fluttu okkur á sjúkrabíl, með sírenurnar í gangi, á mun stærra sjúkrahús nær miðbænum. Pabbi minn hefur gengist undir bráðaaðgerð.“

Thomas Jr. skoraði einnig á fólk víða um heim að hafa föður hans í huga á þessum erfiðu tímum: „Ég myndi biðja alla um að halda honum í hugsunum sínum.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem faðir Meghan á í alvarlegum heilsuvanda. Hann fékk tvö hjartaáföll fyrir brúðkaup Meghan og Harry árið 2018. Árið 2022 fékk hann svo alvarlegt heilablóðfall sem tók af honum málið í nokkra mánuði.

Dóttir hans Samantha sagði að hún telji heilsu föður þeirra hafa hrakað vegna álags undanfarinna ára.

„Hann er sterkur maður, en hann hefur gengið í gegnum svo margt. Ég bið þess að hann verði nógu sterkur til að lifa þetta af. Faðir minn hefur fengið tvö hjartaáföll, heilablóðfall og lent í jarðskjálfta. Ég vona að hann nái sér upp úr þessu,“ sagði hún.

Thomas Sr. býr í háhýsi á eyjunni Cebu, meira en 7.000 mílum frá Meghan og Harry í Los Angeles. Hann hefur aldrei hitt barnabörn sín, Boga og Lísabetu Díönu.

Thomas Jr., miðjubarn hans, sér um föðurinn og annast hann þar sem hann hefur búið við versnandi heilsu. Þrátt fyrir veikindin flutti Thomas til hitabeltiseyjunnar í janúar á þessu ári, þar sem íbúar verða reglulega fyrir miklum hitabylgjum.

Í janúar lýsti hann því hvers vegna hann valdi að flytja frá Kaliforníu til Suðaustur-Asíu:

„Ég ferðaðist um þessi svæði þegar ég var yngri maður. Fólkið er svo gott og gestrisið og sýnir öldruðu fólki virðingu. Þetta er staður fullur af menningu og fegurð. Á áttræðisaldri er kominn tími til að fara einhvers staðar þar sem fólkið er yndislegt og ég get notið rólegra, vinalegri tilveru. Í Suðaustur-Asíu er góð heilbrigðisþjónusta, kostnaðurinn við lífið er hóflegur, fólkið er hlýtt og maturinn hollur. Aðallega vil ég bara fá frið.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

„Skömm íslenskra stjórnvalda, fyrr og nú, er mikil“
Pólitík

„Skömm íslenskra stjórnvalda, fyrr og nú, er mikil“

Jódís Skúladóttir húðskammar ríkisstjórnina vegna nýju samgönguáætlunina.
Selja draumaeign við Elliðavatn
Myndir
Fólk

Selja draumaeign við Elliðavatn

Birgir stofnar lögfræðiþjónustu
Peningar

Birgir stofnar lögfræðiþjónustu

Gefur í skyn að Inga hafi verið drukkin
Innlent

Gefur í skyn að Inga hafi verið drukkin

Unglingur laumaðist til að keyra
Innlent

Unglingur laumaðist til að keyra

Farþegi lést í tveggja bíla árekstri við Stafdal
Innlent

Farþegi lést í tveggja bíla árekstri við Stafdal

„Brýn jafnréttismál er varða karlmenn í samfélaginu eru virt að vettugi“
Innlent

„Brýn jafnréttismál er varða karlmenn í samfélaginu eru virt að vettugi“

Blóðugur karlmaður fluttur á bráðamóttöku eftir vinnuslys
Innlent

Blóðugur karlmaður fluttur á bráðamóttöku eftir vinnuslys

Læknir Matthew Perry gæti hlotið 40 ára fangelsisdóm í dag
Heimur

Læknir Matthew Perry gæti hlotið 40 ára fangelsisdóm í dag

Sló konu í rassinn og kýldi hana svo í höfuðið
Myndband
Heimur

Sló konu í rassinn og kýldi hana svo í höfuðið

Fyrrum miðherji Lakers, Elden Campbell er látinn
Minning

Fyrrum miðherji Lakers, Elden Campbell er látinn

Umdeildur skólameistari fær sparkið
Innlent

Umdeildur skólameistari fær sparkið

Heimur

Faðir Meghan Markle fluttur á gjörgæslu eftir bráðaaðgerð
Heimur

Faðir Meghan Markle fluttur á gjörgæslu eftir bráðaaðgerð

„Ég myndi biðja alla um að halda honum í hugsunum sínum“
Haukfránir aðdáendur tóku eftir mistökum í Stranger Things
Heimur

Haukfránir aðdáendur tóku eftir mistökum í Stranger Things

Læknir Matthew Perry gæti hlotið 40 ára fangelsisdóm í dag
Heimur

Læknir Matthew Perry gæti hlotið 40 ára fangelsisdóm í dag

Sló konu í rassinn og kýldi hana svo í höfuðið
Myndband
Heimur

Sló konu í rassinn og kýldi hana svo í höfuðið

Manns leitað eftir hnífaárás á vinsælli partýeyju
Heimur

Manns leitað eftir hnífaárás á vinsælli partýeyju

4 ára stúlka illa haldin eftir slys í vatnsrennibrautagarði á Kanarí
Heimur

4 ára stúlka illa haldin eftir slys í vatnsrennibrautagarði á Kanarí

Loka auglýsingu