
Ekki velkominnMarco Rubio, t.v., sagði á X að Rasool æsti upp kynþáttadeilur og hataði Bandaríkjaforseta.
Suður-Afríka segir sendiherra þeirra í Bandaríkjunum fá þrjá sólarhringa til að yfirgefa Bandaríkin eftir að þarlend yfirvöld vísuðu honum úr landi.
Sendiherrann, Ebrahim Rasool, var „upplýstur af utanríkisráðuneytinu í gær að hann hefði 72 klukkustundir til að fara,“ sagði utanríkisráðuneyti Suður-Afríku við AFP.
Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á samfélagsmiðlinum X á föstudag að Rasool væri „ekki lengur velkominn“ í Bandaríkjunum. Hann væri stjórnmálamaður sem æsti upp kynþáttadeilur og hataði Bandaríkjaforseta.
Komment