Það var heldur betur mikið stuð á Kópaskeri síðustu helgi en þá var haldin sólstöðuhátíð í bænum við mikinn fögnuð.
Á dagskránni voru meðal annars fjórhjólaferðir um svæðið, kjötsúpa við Skerjakollu, sólstöðuganga Ferðafélagsins Norðurslóða, kaffihlaðborð, frítt var á byggðasafnið á Snartarstöðum og auðvitað dansleikur í íþróttahúsinu þar sem gestir hlustuðu á ljúfa tóna langt fram eftir nóttu.
Á sunnudeginum sá svo séra Jón Ármann Gíslason um helgistund í Snartarstaðakirkju.
Það var mikið spjallað um ýmis málefni
Mynd: Víkingur
Hláturinn og gleði réði ríkjum
Mynd: Víkingur
Gestir dönsuðu af sér skónna
Mynd: Víkingur
Hljómsveitin fór á kostum að sögn gesta
Mynd: Víkingur
Tónarnir heyrðust um allan bæinn
Mynd: Víkingur
Gítarleikarinn heillaði hlustendur með færni sinni
Mynd: Víkingur
Sumir gestir fengu sér sæti milli laga
Mynd: Víkingur
Söngkonan átti frábært kvöld
Mynd: Víkingur
Mynd: Víkingur
Fólk í góðu spjalli við lögregluna á svæðinu
Mynd: Víkingur
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment