1
Innlent

Andri Snær rífur í sig nýju göngubrúna við Sæbraut

2
Innlent

Tjöruhúsið opið aftur eftir að Skatturinn innsiglaði staðinn

3
Peningar

Landsbjörg segir fréttir af ofurlaunum framkvæmdarstjórans villandi

4
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

5
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

6
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

7
Minning

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá

8
Innlent

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins

9
Menning

Ég get ekki - Nýtt ljóð eftir Elísabetu Jökulsdóttur

10
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

Til baka

Fangelsismyndband sagt staðfesta sjálfsvíg Epstein

Alríkislögreglan útilokar morð

Jeffrey Epstein
Jeffrey EpsteinSitt sýnist hverjum um dauða Epstein

Eftirlitsmyndband hefur nú verið birt sem sýnir svæðið fyrir utan fangaklefa Jeffrey Epstein, sex árum eftir að barnaníðingurinn er sagður hafa svipt sig lífi. Myndbandið er hluti af rannsókn á dauða hans.

Hinn svívirti auðkýfingur fannst hengdur í klefa sínum í Metropolitan-fangelsinu í New York-borg þann 10. ágúst 2019. Hann hafði verið dæmdur og settur í fangelsi fyrir mansal og að hafa útvegað barn til vændis.

Um það bil 11 klukkustundir af myndefni sýna hvernig lífið í fangelsinu var dagana 9. og 10. ágúst. Á einu myndbroti má sjá mann, sem talið er að sé Epstein í appelsínugulum fangaeinkennisbúningi, ganga með fangaverði að klefa sínum klukkan 19:49.

Rannsóknarlæknir úrskurðaði andlát hans sem sjálfsvíg með hengingu, en samsæriskenningar hafa lengi haldið því fram að hann hafi verið myrtur. Þó hafa bæði bandaríska alríkislögreglan (FBI) og dómsmálaráðuneytið komist að þeirri niðurstöðu að Epstein hafi framið sjálfsvíg og að enginn „viðskiptavinaskrá“ hafi fundist sem hann hefði getað notað til að kúga valdamikla einstaklinga.

Myndbandið sýnir ekki klefahurð Epstein, en samkvæmt dómsmálaráðuneytinu hefði það sýnt ef einhver gekk að klefanum. Að öðru leyti en að fangavörður sést ganga frá klefanum, kemur enginn annar nálægt honum.

Um klukkan 22:39 gengur vaktmaður í átt að klefanum og birtist aftur klukkan 22:41. Þetta er talið vera í síðasta sinn sem einhver sást við svæði Epstein áður en hann fannst meðvitundarlaus morguninn eftir.

Samkvæmt frétt Axios fundu rannsakendur „enga saknæma viðskiptavinaskrá“, „engar áreiðanlegar vísbendingar um að Epstein hafi kúgað áhrifafólk“, né heldur „neinar sannanir sem gætu orðið grundvöllur að rannsókn á óákærðum einstaklingum.“

Í maí hét Dan Bongino, aðstoðarforstjóri FBI, því að birta myndband sem sýndi að Epstein hafi svipt sig lífi án utanaðkomandi aðkomu. Þetta er hluti af minnispunkti á vegum stuðningsmanna Donalds Trump, sem styður niðurstöður dánarannsóknarinnar.

Hann sagði:

„Það er gríðarlegur almenningsáhugi. Ég segi ykkur bara það sem við sjáum í skjölunum. Ég vil vera alveg skýr: Ég er ekki að biðja neinn að trúa mér, ég er bara að segja hvað er og hvað ekki. Það er ekkert í skjölunum í Epstein-málinu sem bendir til annarra aðila, og við munum birta gögnin fljótlega.

Það er ekki myndband af sjálfri athöfninni, sjálfsvíginu, heldur allt MCC-fangelsissvæðið. Það var ekki bara ein myndavél heldur fleiri. Við erum að vinna að því að hreinsa myndgæðin og munum svo birta upprunalegu útgáfuna. Þannig að enginn haldi að eitthvað hafi verið hulið. Þið munuð sjá að enginn er þar nema hann. Enginn annar er til staðar.

Svo ég segi: ef einhver hefur ábendingu, látið vita. En það eru engin DNA-sýni, engin hljóð, engin fingraför, engir grunaðir, engir meðsekar, engar ábendingar. Ekkert. Ef þú hefur eitthvað, vil ég gjarnan sjá það. Myndbandið er kristaltært, hann er sá eini sem fer inn og sá eini sem kemur út. Þið sjáið það.“

Þess má geta að Michael Baden, réttarmeinafræðingur, sem var viðstaddur krufninguna hafi ekki verið sammála opinberu útskýringunni á andláti Epsteins. Við krufninguna kom í ljós að þrjú bein voru brotin í hálsi Epstein, eitt þeirra var tungubeinið. Baden hefur látið hafa eftir sér að mjög óvenjulegt sé að það brotni við hengingu. Sagði hann því að hér hafi því verið um morð að ræða en ekki sjálfsvíg eins og yfirvöld hafa haldið fram.

Þá vakti það grunsemdir margra að upptökur úr öryggismyndavélinni sem snéri að klefa Epsteins, hafi verið eytt, „vegna mistaka “, samkvæmt frétt BBC.

Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag
Myndir
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

Jói P og Króli skemmtu ungmennum ásamt öðrum listamönnum í sólinni í dag
Gæsluvarðhaldi yfir leikskólastarfsmanninum framlengt um viku
Innlent

Gæsluvarðhaldi yfir leikskólastarfsmanninum framlengt um viku

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Formaður Neytendasamtakanna hugsi yfir stýrivöxtunum
Peningar

Formaður Neytendasamtakanna hugsi yfir stýrivöxtunum

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

Þrír erlendir karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir innflutning kókaíns
Innlent

Þrír erlendir karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir innflutning kókaíns

Sósíalistaflokkurinn vill tilnefna Francescu Albanese til friðarverðlauna Nóbels
Innlent

Sósíalistaflokkurinn vill tilnefna Francescu Albanese til friðarverðlauna Nóbels

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins
Innlent

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá
Minning

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá

Drukkin börn við grunnskóla
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

Tjöruhúsið opið aftur eftir að Skatturinn innsiglaði staðinn
Innlent

Tjöruhúsið opið aftur eftir að Skatturinn innsiglaði staðinn

Landsbjörg segir fréttir af ofurlaunum framkvæmdarstjórans villandi
Peningar

Landsbjörg segir fréttir af ofurlaunum framkvæmdarstjórans villandi

Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Tvennt í haldi lögreglu
Norrænu læknafélögin: Hrun heilbrigðiskerfis á Gaza er neyðarástand
Heimur

Norrænu læknafélögin: Hrun heilbrigðiskerfis á Gaza er neyðarástand

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn
Heimur

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu
Heimur

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu
Heimur

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu

„Truflandi“ skilaboð milli lækna í máli Matthew Perry opinberuð
Heimur

„Truflandi“ skilaboð milli lækna í máli Matthew Perry opinberuð

Loka auglýsingu