1
Peningar

Gísli Marteinn og félagar tapa peningum

2
Fólk

Selja dekurhús ömmu og afa

3
Innlent

Margrét Löf fór inn bakdyramegin í héraðsdóm

4
Innlent

Einn færasti tónlistarmaður Íslands kominn í starf hjá Þjóðkirkjunni

5
Innlent

Alma vill kaupa sérhæfðan sjúkrabíl

6
Innlent

Akureyringur dæmdur fyrir furðulega vopnaeign

7
Innlent

Fluttur á viðeigandi sjúkrastofnun

8
Fólk

Vistlegt raðhús með heitum potti falt

9
Heimur

Trump kallaði fréttakonu svín

10
Innlent

Bryndís tekur við embætti Hauks

Til baka

Ferðaðist til Bandaríkjanna með það í huga að láta drepa sig

Sonia Exelby er talin hafa séð eftir öllu en það var of seint.

sonia3
Sonia ExelbySonia mætti örlögum sínum í Florida
Mynd: Facebook-skjáskot

Bresk kona, sem var myrt, er sögð hafa ferðast til Bandaríkjanna með þann tilgang að láta karlmann, sem hún kynntist á blætisvefsíðu, drepa sig.

Sonia Exelby, 32 ára, frá Portsmouth, lenti á Gainesville-flugvelli í Flórída 10. október og snéri ekk til baka í heimflugið þremur dögum síðar. Lík hennar fannst í grunnri gröf í skógi í Marion-sýslu, norðvestur af Orlando, viku eftir komuna til Flórída.

sonia2
Mynd: Facebook-skjáskot

Vinur Soníu birti ákall á samfélagsmiðlum og bað hana að koma heim, þar sem óttast var að hún hefði lent „í afar viðkvæmri stöðu“. Í færslunni, sem birt var á Instagram, sagði:„Sonia er mjög viðkvæm manneskja og á erfitt með andlega heilsu sína. Við teljum að hún hafi farið í flug á föstudaginn og komið sér til Tallahassee í Flórída frá Bretlandi. Við teljum að hún hafi skipulagt að hitta einhvern þar og hafi lent í afar viðkvæmri og hættulegri stöðu. Það er í raun allt sem ég get sagt.“

Bresk yfirvöld höfðu samband við Rannsóknarlögreglu Flórída í gegnum INTERPOL, alþjóðlegt samstarf lögreglu. Samkvæmt rannsóknarskýrslum töldu þau að Sonia hafi glímt við andleg veikindi og verið í sjálfsvígshættu.

Talið er að hún hafi ferðast til Flórída til að hitta mann sem að sögn ætlaði að drepa hana á ofbeldisfullan hátt. Rannsóknarlögreglan handtók Dwain Hall, 53 ára, eftir að hægt var að tengja hann við færslur sem voru sagðar hafa verið gerðar með kreditkortum Soniu.

Hall
Dwain HallHall á yfir höfði sér þungan dóm

Lögreglan sagði Hall hafa sótt Soniu á flugvöllinn og farið með hana í Airbnb-íbúð í Reddick. Í skýrslum kemur fram að Hall hafi upphaflega sagt lögreglu margar mismunandi sögur áður en hann viðurkenndi að hafa fyrst haft samband við Soniu á blætisvefsíðu fyrir tveimur árum.

Hall sagðist að sögn hafa vitað að hún væri í sjálfsvígshugleiðingum og vildi láta drepa sig. Hann lýsti sjálfum sér sem leiðbeinanda sem ætlaði að hjálpa henni en ekki drepa hana, samkvæmt handtökuskýrslu sem sjónvarpsstöðin TV20 fékk.

Sá grunaði viðurkenndi einnig að hafa ofbeldishneigðir. Hann sagðist hafa stundað kynlíf með henni nokkrum sinnum og tekið upp vídeó af henni sem hann eyddi síðar.

Myndband sem lögregla fékk sýnir Soniu með marbletti á líkama sínum, þar sem Hall á að hafa spurt hana hvers vegna hún væri þarna. Hall þrýsti á hana til að fá samþykki hennar fyrir að verða fyrir meiðingum.

Rannsakendur sögðu að framkoma Soniu í myndbandinu virtist hikandi, hún hafi greinilega verið stressuð og sorgmædd, en kinkað kolli.

Í rannsókninni kom einnig fram skilaboð sem Sonia er sögð hafa sent vinkonu sinni í gegnum Discord 11. október.

Frekari skilaboð frá Soniu sýndu að hún taldi að mistök hefðu verið gerð. Rannsakendur sögðu að skilaboðin „sýndu að Hall réði yfir henni, að hún væri hrædd og að hún hefði gert mistök.“

Hún virðist hafa tjáð sig með eftirsjá á meðan hún var í Airbnb:
„Hann gerði ljóst að það væri engin leið út nema að ég skjóti hann. Ég var að efast í gærkvöldi ... ég hélt að hann myndi gera það fljótt og ekki gefa mér tíma til að hugsa.“

Lík fannst síðar í skógi í Marion-sýslu og fingraför pössuðu við Soniu. Skófla sem fannst í bílskúr Hall reyndist vera með DNA Soniu.

Krufning leiddi í ljós að Sonia hafði verið stungin fjórum sinnum með hnífi. Rannsakendur komust að því að Hall hefði sent pakka til vinar í Ohio eftir dauða Soniu. Yfirvöld í Ohio fundu hníf í pakkanum sem var sagður með blóði á og grunur var um að það væri DNA Soniu.

Dwain Hall hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu, mannrán, kreditkorta­svik og ólögleg notkun á fjarskiptatæki.

Í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir

Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

„Að sjá ekki eftir neinu er afneitun“
Pólitík

„Að sjá ekki eftir neinu er afneitun“

Björn Leví Gunnarsson furðar sig á orðum Katrínar Jakobsdóttur
Minnst 14 drepnir í loftárásum Ísraela í Líbanon
Myndband
Heimur

Minnst 14 drepnir í loftárásum Ísraela í Líbanon

Gassprenging tætti hús í Atlanta
Myndband
Heimur

Gassprenging tætti hús í Atlanta

Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir eldsvoða á Tenerife
Heimur

Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir eldsvoða á Tenerife

Vistlegt raðhús með heitum potti falt
Myndir
Fólk

Vistlegt raðhús með heitum potti falt

Sparkaði og kýldi í höfuð manns fyrir utan Miðbar
Innlent

Sparkaði og kýldi í höfuð manns fyrir utan Miðbar

Birtu myndband af magnaðri ræðu Heimis Hallgrímssonar
Myndband
Sport

Birtu myndband af magnaðri ræðu Heimis Hallgrímssonar

Einn færasti tónlistarmaður Íslands kominn í starf hjá Þjóðkirkjunni
Innlent

Einn færasti tónlistarmaður Íslands kominn í starf hjá Þjóðkirkjunni

Margrét Löf fór inn bakdyramegin í héraðsdóm
Innlent

Margrét Löf fór inn bakdyramegin í héraðsdóm

Trump kallaði fréttakonu svín
Myndband
Heimur

Trump kallaði fréttakonu svín

Alma vill kaupa sérhæfðan sjúkrabíl
Innlent

Alma vill kaupa sérhæfðan sjúkrabíl

Akureyringur dæmdur fyrir furðulega vopnaeign
Innlent

Akureyringur dæmdur fyrir furðulega vopnaeign

Heimur

Minnst 14 drepnir í loftárásum Ísraela í Líbanon
Myndband
Heimur

Minnst 14 drepnir í loftárásum Ísraela í Líbanon

Gáfu fólki 90 mínútur til að yfirgefa þorpin.
Móðir umdeilds rappara tekin í gíslingu
Heimur

Móðir umdeilds rappara tekin í gíslingu

Ferðaðist til Bandaríkjanna með það í huga að láta drepa sig
Heimur

Ferðaðist til Bandaríkjanna með það í huga að láta drepa sig

Gassprenging tætti hús í Atlanta
Myndband
Heimur

Gassprenging tætti hús í Atlanta

Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir eldsvoða á Tenerife
Heimur

Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir eldsvoða á Tenerife

Trump kallaði fréttakonu svín
Myndband
Heimur

Trump kallaði fréttakonu svín

Loka auglýsingu