1
Innlent

Inga Sæland ætlar ekki að framlengja samningi um rekstur gistiskýlis fyrir réttindalausa hælisleitendur

2
Fólk

Edda opinberar nafnið á nýjasta karakternum

3
Pólitík

Fór með rusl til fréttastofu RÚV

4
Innlent

Íris „eltihrellir“ kjöldregin af fyrrum stjúpdóttur

5
Innlent

Hagfræðiprófessor rífur SFS og kvótaerfingjana í sig

6
Innlent

Pútín bendir á Ísland í umræðu um yfirtöku á Grænlandi

7
Innlent

Hótelstarfsmaður fluttur á slysadeild

8
Innlent

Frambjóðandi til rektors svaraði fyrir plastbarkamálið

9
Innlent

RÚV telur sig ekki þurfa að leiðrétta umfjöllun um Ásthildi Lóu

10
Fólk

Stefán opnar sig um deilur við Morgunblaðið

Til baka

Fimm loftlagsmótmælendur ákærðir í Þýskalandi

Ekki í fyrsta skipti sem það hefur komið upp þar í landi

Síðasta kynslóðin - aðgerðarsinnar
Síðasta kynslóðin samtökin starfa mest í ÞýskalandiVoru stofnuð árið 2021
Mynd: Stefan Müller

Þýskir saksóknarar greindu frá því fyrr í dag að þeir hefðu gefið út ákærur á hendur fimm fyrrverandi meðlimum loftslagsaðgerðahóps sem nefnist Síðasta kynslóðin, þar á meðal fyrir „stofnun glæpasamtaka“.

Meðlimir Síðustu kynslóðarinnar sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðust ætla að andmæla ákærunum og kölluðu þær „árás á borgaralegt samfélagsstarf sem hornstein lýðræðisins“.

Síðasta kynslóðin var stofnuð árið 2021 og hefur í nokkur ár staðið fyrir áberandi mótmælum í Þýskalandi til að krefjast tafarlausra aðgerða gegn loftslagsbreytingum.

Hópurinn hefur meðal annars kastað kartöflumauki á glerið sem verndar málverk eftir Monet og ítrekað límt sig við umferðarmannvirki.

Meðlimir hópsins hafa stöðvað flugumferð í nokkur skipti á flugvöllum með því að ryðjast inn á þá og líma sig við flugbrautirnar.

Hreyfingin tilkynnti í febrúar að hún væri að endurskipuleggja sig í tvo nýja hópa sem einbeita sér að mismunandi loftslags- og umhverfismálum. Nokkrir meðlimir Síðustu kynslóðarinnar hafa áður sætt refsiverðri ákæru fyrir brot eins og eignaspjöll og fara inn á einkalóðir án leyfis.

Í maí á síðasta ári sögðu saksóknarar í Brandenburg-ríki að þeir hefðu ákært fimm meðlimi hópsins fyrir „stofnun glæpasamtaka“ í tengslum við mótmæli við tvær olíuhreinsistöðvar, flugvöllinn í Berlín og Barberini-safnið í Potsdam.


Komment


Berkin Usta
Sport

Ólympíufari lést í eldsvoða í Tyrklandi ásamt föður sínum

Vladimir Putin
Innlent

Pútín bendir á Ísland í umræðu um yfirtöku á Grænlandi

naggrísir
Heimur

Lífi tveggja naggrísa í Bretlandi bjargað

Guðbjörg Matthíasdóttir
Peningar

Ísfélagið á 76 milljarða króna en forstjórinn varar við „slátrun“ vegna veiðigjalda

Össur Skarphéðinsson
Innlent

Össur útskýrir fyrir fréttastjóranum hin hörðu viðbrögð við RÚV

Inga-Saeland-e1713029912932
Innlent

Inga Sæland ætlar ekki að framlengja samningi um rekstur gistiskýlis fyrir réttindalausa hælisleitendur

seljaskoli
Innlent

Lögreglan kölluð í tvígang að Seljaskóla

Sinbad
Heimur

Sex látnir eftir að ferðamannakafbátur sökk undan ströndum Egyptalands