1
Heimur

Sarah Ferguson „á barmi taugaáfalls“

2
Innlent

Sigríður Andersen hefur lagt inn málflutningsréttindi sín

3
Innlent

Fyrrverandi bæjarstjóri fær nýja vinnu

4
Fólk

Kendall Jenner afhjúpar hvar hún missti meydóminn

5
Landið

Ístex glímir við rekstrarvanda

6
Heimur

Tuttugu og fimm brunnu lifandi í rútuslysi

7
Landið

Enn þurfa Austfirðingar að bíða eftir lögreglustjóra

8
Pólitík

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“

9
Menning

Stóra spurning GDRN

10
Innlent

Egill segir hagsmunafélög á Íslandi „væla mikið“

Til baka

Fimm nemendur í einkaskóla í Svíþjóð ákærðir fyrir líkamsárás

Vildu hefna sín eftir rappkeppni sem fór úr böndunum

Lundsbergs
Lundsbergs-skólinnFimm nemendur eru ákærðir fyrir misþyrmingar
Mynd: lundsbergsskola.se

Í janúar síðastliðnum réðust fimm grímuklæddir eldri nemendur á yngri nemendur í Lundsberg heimavistarskólanum í Svíþjóð.

Þeir vildu hefna sín fyrir kynþáttahaturs- og gyðingahatursfullan rapptexta.

„Þeir höfðu verið að niðurlægja okkur lengi, við vildum reyna að stöðva það og setja punktinn yfir i-ið,“ segir einn hinna grunuðu í skýrslutöku.

Hófst með rappkeppni

Í janúar barst lögreglu tilkynning frá skólanum í Storfors í Värmland þar sem skólastjórnendur höfðu komist að því að fimm nemendur hefðu verið barðir með belti um helgina.

Fljótlega kom í ljós að upphafið mátti rekja til árlegrar rappkeppni heimavistarinnar, þar sem nemendur flytja spuna- og skoptexta.

Í þetta sinn fór keppnin úr böndunum. Nokkrir nemendur í 9. bekk fluttu texta sem beindist að eldri nemendum en innihaldið var bæði kynþáttahaturs- og gyðingahatursfullt.

Í myndbandi heyrist meðal annars:

„Fjölskyldan þín eru gyðingar og áttu að hafa brunnið í ofnum Hitlers.“

Einnig var ráðist að fjölskyldum eldri nemendanna:

„Móðir þín er svo fátæk að hún þarf að selja sig til þess að þú getir farið í Lundsberg.“

Einn nemandinn sagði síðar í yfirheyrslu:

„Við héldum bara að þeim myndu finnast þetta fyndið og kæmu svo upp og freestyle-uðu á móti okkur.“

En stemningin í herberginu breyttist hratt, allir urðu alvarlegir og margir reiðir. Eldri nemendur töldu að það hafi verið farið yfir strikið.

Kýldir í magann

Tveimur dögum síðar í matsal skólans fengu tveir hinna yngri nokkuð hart hnefahögg í magann.

Á kvöldmatnum magnaðist áreitnin áfram. Eldri nemendur settu mat í vatnsglös hinna yngri og neyddu þá til að skipta um glös.

„Við héldum þetta væri bara fíflagangur,“ sagði einn drengurinn.

myndskeiðið
Úr myndskeiðinuFimmmenningarnir voru grímuklæddir við árásina

Eftir matinn fengu þeir fyrirmæli um að læsa ekki herbergisdyrum sínum.

„Við héldum að þeir vildu bara stríða okkur. En um nóttina komu svo fimm grímuklæddir inn með belti,“ sagði hinn drengurinn.

Barsmíðar á myndbandi

Fimm eldri drengirnir vopnuðu sig með beltum og brutust inn á herbergi þeirra yngri um nóttina. Þar voru þeir slegnir með hnefum, í þá sparkað og þeir barðir með leðurbeltum á meðan árásin var kvikmynduð, samkvæmt ákæru.

eddea78d-ce25-4577-920d-d01e6b958586
Úr myndskeiðinuFimmmenningarnir réðust á nemendurnar með leðurbelti og hnefahöggum

Skólastjórinn heyrði lætin og síðar var málið tilkynnt til lögreglu.

Myndefni fannst á símtækjum grunuðu nemendanna, bæði frá rappkeppninni og árásinni.

„Við vildum bara hræða þá“

Allir fimm eru ákærðir fyrir líkamsárás og innbrot. Nokkrir viðurkenna þátttöku en neita refsiverðu broti.

myndskeiðið2
Úr myndbandinuDrengirnir vildu hefna sín á yngri nemendunum

„Þeir byrjuðu á að ráðast á okkur, beindu orðum sínum að að útliti okkar, fjölskyldu, kærustum. Það var gyðingahatur. Þeir sögðu að mamma mín væri hóra og að þeir ætluðu að gera hluti við litlu systur mína, sem er níu ára,“ sagði einn hinna ákærðu.

„Við vorum brjálaðir. Þeir fóru yfir strikið. Ég lamdi ekki fast, vildi bara hræða,“ bætti hann við.

Annar sagði:

„Ég tók þátt í að skipuleggja að hræða þá yngri, en þetta fór úr böndunum, það var ekki planið.“

Allir lýstu því að þeir hefðu upplifað sig niðurlægða og móðgaða.

Skólinn: Öryggi nemenda í forgangi

Rektor skólans, Lars Jonsson, sagði í yfirlýsingu:

„Af virðingu við alla sem hlut eiga að máli getum við ekki tjáð okkur um smáatriði. Öryggi og stuðningur við nemendur í daglegu skólastarfi eru í forgangi.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Tugþúsundir tóku þátt í Kvennaverkfallinu
Myndir
Innlent

Tugþúsundir tóku þátt í Kvennaverkfallinu

Stemmningin var gríðarlega góð og greinilegt að samstaðan er mikil meðal kvenna og kvára á Íslandi.
Nítján ára TikTok-stjarna látin
Heimur

Nítján ára TikTok-stjarna látin

Linda Ben dekraði við sig á afmælisdaginn
Myndir
Fólk

Linda Ben dekraði við sig á afmælisdaginn

Maður handtekinn fyrir hrottalegt dráp á þekktum götuketti á Kanarí
Heimur

Maður handtekinn fyrir hrottalegt dráp á þekktum götuketti á Kanarí

Ríkissaksóknari áfrýjar sýknu í Gufunesmáli
Innlent

Ríkissaksóknari áfrýjar sýknu í Gufunesmáli

Unglingur lést í aðgerð hersins
Heimur

Unglingur lést í aðgerð hersins

Tuttugu og fimm brunnu lifandi í rútuslysi
Heimur

Tuttugu og fimm brunnu lifandi í rútuslysi

Egill segir hagsmunafélög á Íslandi „væla mikið“
Innlent

Egill segir hagsmunafélög á Íslandi „væla mikið“

Ökumenn undir áhrifum handteknir
Innlent

Ökumenn undir áhrifum handteknir

Fimmtán ríki fordæma ákvörðun Ísraelsþings
Heimur

Fimmtán ríki fordæma ákvörðun Ísraelsþings

Enn þurfa Austfirðingar að bíða eftir lögreglustjóra
Landið

Enn þurfa Austfirðingar að bíða eftir lögreglustjóra

Ætla að reisa minnismerki sem heiðrar sögu kvenna
Myndir
Innlent

Ætla að reisa minnismerki sem heiðrar sögu kvenna

Heimur

Fimm nemendur í einkaskóla í Svíþjóð ákærðir fyrir líkamsárás
Heimur

Fimm nemendur í einkaskóla í Svíþjóð ákærðir fyrir líkamsárás

Vildu hefna sín eftir rappkeppni sem fór úr böndunum
Fimmtán ríki fordæma ákvörðun Ísraelsþings
Heimur

Fimmtán ríki fordæma ákvörðun Ísraelsþings

Nítján ára TikTok-stjarna látin
Heimur

Nítján ára TikTok-stjarna látin

Maður handtekinn fyrir hrottalegt dráp á þekktum götuketti á Kanarí
Heimur

Maður handtekinn fyrir hrottalegt dráp á þekktum götuketti á Kanarí

Unglingur lést í aðgerð hersins
Heimur

Unglingur lést í aðgerð hersins

Tuttugu og fimm brunnu lifandi í rútuslysi
Heimur

Tuttugu og fimm brunnu lifandi í rútuslysi

Loka auglýsingu