1
Heimur

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni

2
Heimur

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði

3
Innlent

Seinheppinn glæpon gleymdi grunsamlegri tösku á glámbekk

4
Minning

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá

5
Heimur

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest

6
Heimur

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars

7
Heimur

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela

8
Pólitík

„Hvar liggur Samspillingin?“

9
Innlent

Kynfræðsla lykillinn að því að börn greini ofbeldi og segi frá að mati Uglu

10
Fólk

Linda Ben elskar jólin

Til baka

Fimm úr tálbeituhópi dæmdir fyrir alvarlega líkamsárás

Einn þeirra var einnig dæmdur fyrir barnaklám

tálbeitur
Tveir ofbeldismannannaAllir voru sakfelldir fyrir sinn part í árásinni
Mynd: Sænska lögreglan

Fimm ungir menn hafa nú verið sakfelldir í máli fyrir alvarlega líkamsárás en þeir voru allir meðlimir í tálbeituhópi í Svíþjóð. Einn þeirra var einnig sakfelldur fyrir barnaklám.

Í febrúar voru fimmmenningarnir handteknir grunaðir um líkamsárás og að hafa afhjúpað mann sem barnaníðing í Örnsköldsvik í Norður-Svíþjóð.

Aðeins nokkrum dögum áður höfðu þeir sótt um að ganga til liðs við hinn ofbeldisfulla tálbeituhóp „Pedo Hunting Sweden“ sem á íslensku gæti útleggst sem Barnaníðingssveiðar í Svíþjóð.

Við rannsókn málsins komu þó upp grunsemdir gagnvart einum árásarmannanna. Hann var grunaður um að hafa tekið upp myndbönd af nokkrum stúlkum í sturtuklefa í skóla þar sem hann starfaði.

„Það var augljóst að það hafði verið myndað í leyfisleysi. Á myndböndunum sáust ungar stúlkur, yngri en 15 ára,“ segir lögreglumaðurinn Robin Govik sem vann að rannsókninni.

Frá klefanum
Úr sturtuklefanumMaðurinn var sakfelldur fyrir að taka ljósmyndir af ungum stúlkum í sturtuklefa grunnskóla
Mynd: Sænska lögreglan

Upptökurnar reyndust hafa verið teknar sex mánuðum eftir að hann sótti um að ganga í Pedo Hunting Sweden.

Nú hefur hann verið sakfelldur fyrir nokkur brot tengd líkamsárásum sem og fyrir barnaklám og ósiðsama ljósmyndun. Hann var dæmdur í þrjú ár og þrjá mánuði í fangelsi.

Allir sakfelldir

Málið hófst í lok maí á síðasta ári þegar maður var beittur ofbeldi á flugstöð í Örnsköldsvik.

Gerendurnir, sem vonuðust til að verða teknir inn í „Pedo Hunting Sweden“, tóku árásina upp og opinberuðu manninn sem barnaníðing á samfélagsmiðlum.

félagarnir
TálbeiturnarMennirnir hlutu 1-2 ára fangelsisdóma fyrir líkamsárásina
Mynd: Sænska lögreglan

Þegar þeir voru handteknir nokkrum mánuðum síðar kom í ljós að þetta voru fimm ungir menn úr sama vinahópi. Samkvæmt lögreglu komu nokkrir þeirra úr ofbeldisumhverfi.

„Þeir hafa tengsl við ofbeldismenningu á meðal stuðningsmannahópa og hafa tekið þátt í skipulögðum slagsmálum,“ segir í rannsóknargögnum.

Fjórir sakborninganna voru nú dæmdir fyrir alvarlega líkamsárás og hljóta þeir fangelsisrefsingar á bilinu eitt ár til rúmlega tvö ár. Sá yngsti, 17 ára drengur, var sakfelldur fyrir að hafa afhjúpað manninn á samfélagsmiðlum og verður látinn taka út refsingu á unglingaheimili.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni
Heimur

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni

Safnið neitar fullyrðingunum
Kvikmyndahúsin enn í vanda
Peningar

Kvikmyndahúsin enn í vanda

„Hvar liggur Samspillingin?“
Pólitík

„Hvar liggur Samspillingin?“

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela
Heimur

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars
Heimur

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest
Heimur

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest

Seinheppinn glæpon gleymdi grunsamlegri tösku á glámbekk
Innlent

Seinheppinn glæpon gleymdi grunsamlegri tösku á glámbekk

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði
Heimur

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá
Minning

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá

Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring
Myndband
Heimur

Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring

Kynfræðsla lykillinn að því að börn greini ofbeldi og segi frá að mati Uglu
Innlent

Kynfræðsla lykillinn að því að börn greini ofbeldi og segi frá að mati Uglu

Kona á Kanarí handtekin eftir rán með sveðju
Heimur

Kona á Kanarí handtekin eftir rán með sveðju

Heimur

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni
Heimur

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni

Safnið neitar fullyrðingunum
Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring
Myndband
Heimur

Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela
Heimur

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars
Heimur

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest
Heimur

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði
Heimur

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði

Loka auglýsingu