1
Innlent

Barnaníðingur barinn á tjaldstæðinu í Fellabæ

2
Fólk

Óska eftir tilboðum í einbýli í náttúruparadís

3
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

4
Innlent

Lúxussnekkja milljarðamærings í Reykjavíkurhöfn vekur furðu

5
Peningar

Nítján auðmenn á Suðurlandi sem hafa það gott

6
Fólk

Halldórshús í Mosfellsbæ sett á sölu

7
Heimur

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria

8
Heimur

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað

9
Landið

Þrjátíu metra gildra myndaðist að Fjallabaki

10
Innlent

Þórunn sýndi trans fólki stuðning við setningu Alþingis

Til baka

Ígildi fimm tappa úr plasti í heilanum

Vísindamenn finna meira örplast með hverju árinu í líkama fólks.

Plasttappi plast plastflaska
PlasttapparMest örplastmengun í líkamanum var frá plasti frá sjöunda áratugnum.
Mynd: Shutterstock

Örplastmengun í líkamanum mælist vaxandi með hverju ári í rannsóknum. Í nýlegri rannsókn við Háskólann í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum kom fram að plastagnir í heila fólks hefðu aukist að magni um 50% fra´árinu 2016 til 2024.

Rannsóknin hefur vakið mikla athygli, bæði vegna þess sem hún segir um ástandið í dag og svo hvernig það er líklegt til að þróast. Samkvæmt rannsókninni mælist magn örplasts í heila meðalmanneskju jafngildi fimm tappa af flöskum. Það sem vekur ugg er að smáa örplastið sem komið er í heila fólks er úr plasti sem barst út í umhverfið á sjöunda áratugnum.

„Þetta efni er að vaxa í heiminum okkar í veldisvexti,“ segir eiturefnafræðingurinn Matthew Campen, sem stýrir rannsókninni, í samtali við New York Times.

Aðrar rannsóknir hafa sömuleiðis vakið ugg. Sýnt hefur verið fram á að heili fólks, sem glímdi við elliglöp, innihélt mun meira magn af plasti en heili annarra. Aðrar rannsóknir síðasta árið hafa sýnt að örplast finnst í eistum, fósturbelg, blóði, sæði, brjóstamjólk og jafnvel í fyrstu hægðum ungbarna.

Áhersla vísindamanna nú er að átta sig á hvaða magn af plasti sé skaðlegt, þar sem það sé almennt magnið, eða skammtastærðin, sem býr til eituráhrif.

Ein ástæða þess að meira greinist af plasti nú en áður er að ný tækni greinir agnir niður í 200 nanómetra að stærð, eða sem nemur 400 sinnum minni en breidd hárs. Áður greindust aðeins agnir sem náðu 25 sinnum minni breidd en hár.

Plastframleiðsla hefur tvöfaldast á hverjum 10 til 15 árum. Þær agnir sem finnast í líkamanum núna er að mestu leyti sama tegund plasts og var framleitt á sjöunda áratugnum. Margt bendir til þess að líkaminn nái að losa sig við stærri plastagnirnar, en að örplastið, sem tekur langan tíma að brotna niður í þessa smæð, safnist fyrir í líkamanum með óþekktum afleiðingum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu
Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu

Nefnd franskra þingmanna hefur lagt til að samfélagsmiðlar verði bannaðir hjá börnum
Samstöðuganga fyrir Palestínu í Reykjavík og á Akureyri
Innlent

Samstöðuganga fyrir Palestínu í Reykjavík og á Akureyri

Lék með Sacramento Kings en semur nú við Álftanes
Sport

Lék með Sacramento Kings en semur nú við Álftanes

Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda
Peningar

Krefst aðgerða vegna stöðu láglaunafólks og húsnæðisvanda

„Því er ekki að leyna að það er töluvert aðhald í frumvarpinu“
Pólitík

„Því er ekki að leyna að það er töluvert aðhald í frumvarpinu“

Minnisvarði um flugslys í Glerárdal afhjúpaður á sunnudag
Landið

Minnisvarði um flugslys í Glerárdal afhjúpaður á sunnudag

Segir alveg öruggt „að samfélagsmiðlarnir magna haturstjáningu“
Innlent

Segir alveg öruggt „að samfélagsmiðlarnir magna haturstjáningu“

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin
Heimur

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin

Össur fékk far með söngelskum rútubílstjóra
Fólk

Össur fékk far með söngelskum rútubílstjóra

Egill skilur ekki Snorra Másson
Innlent

Egill skilur ekki Snorra Másson

Hildur vill selja eignahlut í Landsbankanum fyrir 350 milljarða
Innlent

Hildur vill selja eignahlut í Landsbankanum fyrir 350 milljarða

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

Þorbjörg vill ná stjórn á landamærunum
Innlent

Þorbjörg vill ná stjórn á landamærunum

Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu
Heimur

Boðar málsókn á hendur TikTok fyrir að stofna lífi í hættu

Nefnd franskra þingmanna hefur lagt til að samfélagsmiðlar verði bannaðir hjá börnum
Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza
Myndband
Heimur

Önnur drónaárás gerð á skip flotans sem stefnir til Gaza

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin
Heimur

Morðingi Charlie Kirk enn laus en byssan er fundin

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu
Heimur

68 ára amma hlaut alvarleg brunasár eftir árás nágrannakonu

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria
Heimur

Eldri maður lést eftir að hafa verið bjargað úr sjó á Gran Canaria

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað
Myndband
Heimur

Mótmælendur gerðu hróp að Trump á veitingastað

Loka auglýsingu