1
Pólitík

„Bless bless Samfylking“

2
Pólitík

Stefán sakar Ingu Sæland um lygar

3
Innlent

Stöðva sölu á þekktu fæðubótarefni

4
Fólk

Dularfull fasteign í Fossvogi til sölu

5
Heimur

Ungur maður látinn eftir furðuslys á flugvelli á Kanarí

6
Innlent

Nanna skellihlær að Stefáni Einari

7
Innlent

Stefán Einar hæðist að útliti Nönnu Rögnvaldar

8
Innlent

Hjálmtýr hjólar í Stefán Einar

9
Innlent

Auglýst eftir klámleikkonu á Íslandi

10
Innlent

Þrír handteknir grunaðir um að kveikja í einbýlishúsi

Til baka

Finnbogi hefur glímt við svefnvanda alla ævi

„Ég er bara manneskja og hef farið gegnum mjög krefjandi tíma“

Svefn rúm svefnleysi andvaka
Maður sem getur ekki sofnaðMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: SB Arts Media/Shutterstock

Finnbogi Þorkell Jónsson er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sofum Saman en hann er. Hann er lærður leikari og leiðsögumaður, jógakennari, hláturjógaleiðbeinandi og faðir. Í þættinum segir hann hlustendum frá þeim svefnvandamálum sem hann hefur glímt við í gegnum ævina.

„Ég er alls konar, ég er bara manneskja og hef farið gegnum mjög krefjandi tíma, mörg stór áföll á frekar stuttum tíma,“ segir Finnbogi og að slíkt hafi klárlega mikil áhrif. „Þú getur ekki lengur leikið trúðinn eða verið klári gæinn eða flinki handlagni sonurinn. Þú liggur bara á jörðinni. Og þá koma líka upp öll áföllin þín. Og þá kemur upp allt það sem kannski hefur verið vandamál en þú hefur ekki náð kontróli á neinu. Og þar á meðal kom það sem ég hef verið að díla við meira og minna alla mína ævi en það er svefnvandi,“ segir Reykvíkingurinn.

Stress er oft ímynduð hætta

„Við búum í þannig samfélagi að það er ekkert ljón að fara að koma hérna og éta okkur. Og við förum út í umferðina, jafnvel oft á dag, og við erum aldrei að pæla í að það sé stórhættulegt. Við erum bara að keyra. Ég vinn við að skemmta fólki, koma fólki til að hlæja og vera sniðugur, klár og fyndinn. Og ég verð oft yfir mig stressaður þó að ég sé búinn að gera þetta hundrað sinnum. En bara, sko, hvað er hættulegt við þetta?“ spyr Finnbogi.

„Og sama með svefninn. Þú kannski vaknar, ok, það er ekkert hræðilegt að fara að gerast. Það hræðilegasta er kannski það að þú verður að sleppa tökunum. Við stjórnum þessu ekki“.“

Hann bendir á að stundum séu ástæðurnar fyrir svefnleysinu hjá þeim sem glíma við kvíða óttinn við að vakna fljótlega aftur og þess vegna eigi þeir erfitt með að ná slökun.

Þá nefnir hann leiðir sem hægt er að prófa, eins og til dæmis slow pace kvöldgöngur, EMDR, kassaöndun og ýmislegt fleira.

Fer í rólega kvöldgöngu

Þá telur Finnbogi að gönguferðir sé vanmetnasta hreyfingin og segir „á öllum þessum ferli er ég búinn að halda að hreyfing ætti að snúast um að vera með sem mestan djöfulgang. „Ef þú svitnar ekki nógu mikið, ef púlsinn fer ekki alltaf í hæstu hæðir, þá er þetta ekki að virka, þetta er drasl, og ef þú djöflast á líkamanum alveg nógu mikið svo hann verði þreyttur, þá getur þú kannski sofnað.“

Hann telur hins vegar að hann hafi verið að yfirspenna líkamann og slíkt hafi keyrt stresshormón í gang sem hafi truflað hann við að sofna.

„Ég er að fatta smátt og smátt, við vorum að tala um tengslaleysi við náttúruna, tengslaleysi við eitthvað annað, það að fara út og bara taka eftir trjánum. Eða labba kannski bara í snjónum og hlusta á hvernig snjórinn kremst undir fótunum á manni. Ég labba oft ákveðinn hring, þá faðma ég tré. Og ég hef oft verði með fólk með mér sem finnst þetta skrítið, en svo er bara enginn að pæla í þessu. Faðmaðu bara tré þegar þig langar til þess. Og ef þig langar ekki til þess, þá skaltu ekki faðma tré. Þetta er ekki flókið, þú gerir bara það sem þig langar. En þetta hjálpaði mér rosalega mikið og ég geri þetta enn þá mjög mikið. Ég held að við höfum flest öll 30–40 mínútur ef við minnkuðum kannski bara skjátímann.“

Finnbogi telur einnig af megnið af meirihluti svefnvandamál sé viðhorf fólk gagnvart vandanum frekar en vandinn sjálfur.

„Segjum til dæmis að ég hitti þig og segi: „Ég svaf bara 5–6 tíma í nótt, maður. Dagurinn verður alveg hræðilegur. Það ná allir 8 tímum, allir nema ég!“ versus að segja: „Bara smá krefjandi nótt. Ég náði þó 5–6 tímum. Hver hefur ekki sofið 5–6 tíma og komist bara vel í gegnum daginn?“ Viðhorfið til þess sem við glímum við skiptir svo miklu máli. Ef þú ert alltaf að spá í vandanum, þá vex vandinn. Það þarf einhvern veginn að bera virðingu fyrir þessu en ekki blása þetta út því að þá ertu bara að manifesta þetta.“

Eitt sem Finnbogi lærði var að maður getur ekki alveg stjórnað svefninum.

„Eins og sagt er á ensku, „you fall asleep“ og þegar þú er ástfanginn, „you fall in love“. Þú stjórnar þessu ekki. „Nú ætla ég sko að sofna! Eða: „Nú ætla ég sko að verða ástfanginn!““

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ragnheiður Steindórsdóttir fékk heilablóðfall á Spáni
Innlent

Ragnheiður Steindórsdóttir fékk heilablóðfall á Spáni

„Mamma er alveg skýr í kollinum og enn hún sjálf eins og við þekkjum hana“
Segir Ísland gæti orðið „Puerto Rico norðursins“
Innlent

Segir Ísland gæti orðið „Puerto Rico norðursins“

Ók sendiferðabíl í gegnum hóp mótmælenda
Myndband
Heimur

Ók sendiferðabíl í gegnum hóp mótmælenda

Strictly Come Dancing-stjarna fannst látin á heimili sínu
Heimur

Strictly Come Dancing-stjarna fannst látin á heimili sínu

Nanna skellihlær að Stefáni Einari
Innlent

Nanna skellihlær að Stefáni Einari

Lögreglan með farsíma Hönnu í vörslu
Heimur

Lögreglan með farsíma Hönnu í vörslu

Stefán Einar hæðist að útliti Nönnu Rögnvaldar
Innlent

Stefán Einar hæðist að útliti Nönnu Rögnvaldar

Ungur mótmælandi í Íran verður tekinn af lífi
Heimur

Ungur mótmælandi í Íran verður tekinn af lífi

Ungur maður látinn eftir furðuslys á flugvelli á Kanarí
Heimur

Ungur maður látinn eftir furðuslys á flugvelli á Kanarí

Auglýst eftir klámleikkonu á Íslandi
Innlent

Auglýst eftir klámleikkonu á Íslandi

Dularfull fasteign í Fossvogi til sölu
Myndir
Fólk

Dularfull fasteign í Fossvogi til sölu

Stöðva sölu á þekktu fæðubótarefni
Innlent

Stöðva sölu á þekktu fæðubótarefni

Ákærði í Hafnarfjarðarmálinu segist saklaus af barnaníði
Innlent

Ákærði í Hafnarfjarðarmálinu segist saklaus af barnaníði

Fólk

Finnbogi hefur glímt við svefnvanda alla ævi
Fólk

Finnbogi hefur glímt við svefnvanda alla ævi

„Ég er bara manneskja og hef farið gegnum mjög krefjandi tíma“
Gunna Dís byrjuð í nýrri vinnu
Fólk

Gunna Dís byrjuð í nýrri vinnu

Dularfull fasteign í Fossvogi til sölu
Myndir
Fólk

Dularfull fasteign í Fossvogi til sölu

Sígilt úthverfaeinbýli á sölulista
Myndir
Fólk

Sígilt úthverfaeinbýli á sölulista

Svala fór óvænt með ömmu sinni út að borða
Fólk

Svala fór óvænt með ömmu sinni út að borða

Fyrrum ungfrú Ísland vill vinna fyrir Höllu forseta
Fólk

Fyrrum ungfrú Ísland vill vinna fyrir Höllu forseta

Loka auglýsingu