
Samtök íslamskra ríkja (OIC) hafa harðlega gagnrýnt ákvörðun ísraelska hersins um að loka sex skólum tengdum UNRWA, Flóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn, í hinni hernumdu Austur-Jerúsalem.
Í yfirlýsingu varaði OIC við því að þessi aðgerð muni svipta palestínsk börn grundvallarrétti sínum til menntunar og sé tilraun til að þvinga í þeim ísraelska námskrá.
Lokun skólanna sé hluti af áframhaldandi aðför Ísraels að réttindum og tilveru Palestínumanna, sem og tilraun til að „afmá flóttamannavandamál Palestínumanna“.
Líklegt er að nemendurnir verði fluttir yfir í ísraelska skóla þar sem þeim verður ekki kennt samkvæmt palestínsku námskránni.
Ákvörðun Ísraela á þriðjudag er nýjasta skrefið í röð aðgerða gegn UNRWA, stofnun sem Ísrael hefur sakað um að hafa tekið þátt í árásum Hamas á suðurhluta Ísraels þann 7. október 2023, ásökun sem Sameinuðu þjóðirnar hafa eindregið hafnað.
Komment