1
Innlent

Katla tekin með rúm fimm kíló af grasi

2
Menning

Aldrei aftur tíufréttir

3
Innlent

Breiðhyltingur ákærður fyrir að smygla inn OxyContin í sælgætispokum

4
Innlent

Sigurborg valin úr 13 manna hópi

5
Heimur

Flugeldaverksmiðja sprakk í loft upp

6
Landið

Karlmaður ók á ljósastaur og flúði vettvang

7
Innlent

Neitaði að fara úr sófa

8
Sport

Kolbrún er sennilega elsti stuðningsmaður Íslands á EM

9
Heimur

Limlest lík áhrifavalds fannst í verksmiðju

10
Innlent

Háhyrningar við Reykjavík

Til baka

Forsætisráðuneytið segir Ólöfu aldrei hafa verið lofað trúnaði

Tölvupóstar milli Ólafar og ráðuneytisins birtir

Stjornarradshus1
StjórnaráðiðForsætisráðuneytið birtir tímalínu yfir mál Ásthildar Lóu.
Mynd: stjornarradid.is

Forsætisráðuneytið hefur nú sent fjölmiðlum tímalínu varðandi mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem í dag sagði af sér sem barnamálaráðherra.

Þann 9. mars síðastliðinn, sendi Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu Þórsdóttur, tölvupóst á forsætisráðuneytið og óskaði eftir fundi með forsætisráðherra, án þess að tilgreina fundarefnið.

Yfirlit tölvupósta
Yfirlit tölvupóstaForsætisráðuneytið sendi yfirlit yfir tölvupóstana til fjölmiðla
Mynd: Forsætisráðuneytið

Aldrei lofað trúnaði

Samkvæmt forsætisráðuneytinu var Ólöfu aldrei lofað trúnaði í símtali, líkt og fram hafi komið í fjölmiðlum.

„Í fjölmiðlum hefur komið fram að sendandi hafi 11. mars hringt í forsætisráðuneytið og fengið þau svör að trúnaði sé haldið um erindi sem til þess berast. Af því tilefni var kannað innan ráðuneytisins hvort einhver starfsmaður þess hefði móttekið umrætt símtal. Þar sem svo reyndist ekki vera óskaði forsætisráðuneytið eftir upplýsingum frá Umbru – þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins, sem annast símsvörun fyrir Stjórnarráðið, um hvort umrætt símtal hafi borist þangað. Samkvæmt upplýsingum frá Umbru barst þangað símtal frá sendanda 11. mars (kl. 12:06) þar sem óskað var eftir samtali við forsætisráðherra. Símtalið var ekki áframsent á starfsmenn forsætisráðuneytis en samkvæmt venju var innhringjanda leiðbeint um að hafa samband við ráðuneytið með tölvupósti á netfangið [email protected] til að bera upp erindið og óska eftir viðtali. Símtalið hafi varað í fjórar mínútur. Ekki hafi verið rædd efnisatriði málsins eða trúnaði heitið. Í því sambandi skal áréttað að stjórnvöldum er ekki heimilt að heita trúnaði um upplýsingar sem þeim berast, enda gildir sú meginregla að upplýsingar og gögn sem stjórnvöldum berast skulu vera aðgengileg nema þær takmarkanir á upplýsingarétti sem mælt er fyrir um í upplýsingalögum eða sérlögum eigi við.

Samkvæmt framangreindu er ljóst að innhringjanda var ekki gefið samband við starfsmann forsætisráðuneytisins.“

Þann 11. mars ítrekaði Ólöf beiðni um fund með Kristrúnu Frostadóttur, með tölvupósti og tekur fram að málið tengist barna- og menntamálaráðherra. Þar kom fram að ef forsætisráðherra vildi, mætti barna- og menntamálaráðherra vera viðstödd fundinn.

tölvupóstur 1
TölvupósturÓlöf biður um fund með forsætisráðherra.
Mynd: Forsætisráðuneytið

„Erindið var tekið fyrir sama dag á reglulegum fundi forsætisráðherra (um kl. 13:00) með aðstoðarmönnum og ritara ráðherra þar sem fjallað er um ýmis innsend erindi og beiðnir sem ráðherra berast. Á þeim fundi var ákveðið að kanna hvort mennta- og barnamálaráðherra þekkti til sendanda eða mögulegs fundarefnis áður en afstaða yrði tekin til fundarbeiðninnar.“

Forsætisráðuneytið segir að strax í kjölfarið hafi aðstoðarmaður forsætisráðherra sent aðstoðarmanni mennta- og barnamálaráðherra textaskilaboð, þar sem hann spurði hvort Ásthildur Lóa kannaðist við sendandann og mögulegt fundarefni. Skjáskot af fundarbeiðninni 11. mars fylgdi skilaboðunum, þar sem sendandi gaf upp nafn, símanúmer og heimilisfang. Seinna sama dag hittust aðstoðarmenn Kristrúnar og Ásthildar Lóu á Alþingi þar sem ráðherrar svöruðu óundirbúnum fyrirspurnum, klukkan 13:30.

„Þar greindi aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra aðstoðarmanni forsætisráðherra frá því munnlega að mennta og barnamálaráðherra þekkti ekki til sendanda og vissi ekki um hvað mögulegt fundarefni snerist. Mennta- og barnamálaráðherra kom á eftir aðstoðarmanni sínum og staðfesti þetta einnig við aðstoðarmann forsætisráðherra. Frekari samskipti milli forsætisráðuneytis og mennta- og barnamálaráðuneytis áttu sér ekki stað um fundarbeiðnina eða málið að öðru leyti fyrr en 20. mars.“

Beðin um útskýringu

Þann 12. mars klukkan 14:12 var þess óskað að Ólöf gerði nánari grein fyrir tilefni fundarbeiðninnar.

„Með tölvupóstum 13. mars (kl. 00:16 og 11:19) bárust nánari upplýsingar um fundarefnið frá sendanda. Þar komu fram upplýsingar um málefni Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra. Fram kom krafa um að hún stigi til hliðar sem ráðherra. Erindið var tekið fyrir á reglulegum fundi forsætisráðherra sama dag kl. 10:50 með aðstoðarmönnum og ritara ráðherra þar sem fjallað er um ýmis innsend erindi og beiðnir sem ráðherra berast. Á þeim fundi var ákveðið að verða ekki við beiðni um fund.“

tölvupóstur 6
Tölvupóstur til ÓlafarÓlöf beðin um að útskýra erindið.
Mynd: Forsætisráðuneytið
tölvupóstur 5
Tölvupóstur frá ÓlöfuÓlöf útskýrir erindið.
Mynd: Forsætisráðuneytið

14. mars klukkan 10:36 var Ólöfu tilkynnt um framangreinda ákvörðun um að verða ekki við beiðni hennar um fund eða símtal með Kristrúnu vegna málsins. Tuttugu mínútum síðar var fundarbeiðnin ítrekuð og svarað aftur með sama hætti klukkan 11:39. „Að öðru leyti lá ekki fyrir endanlega afgreiðsla ráðuneytisins á erindinu og var málinu ekki lokað í málaskrá þess.“

tölvupóstur 7
Tölvupóstur til ÓlafarFundarbeiðninni neitað.
Mynd: Forsætisráðuneytið

Óskaði eftir afstöðu Kristrúnar

Þann 17. mars klukkan 14:52 óskaði Ólöf eftir afstöðu forsætisráðherra til þess hvort Ásthildur Lóa gæti setið áfram í ríkisstjórn í ljósi upplýsinganna sem hún hafði komið á framfæri í tölvupósti 13. mars. Því erindi hefur verið svarað með formlegum hætti en málið er enn í vinnslu og opið í málaskrá hjá ráðuneytinu.

tölvupóstur 8
Tölvupóstur frá ÓlöfuÓlöf biður um afstöðu ráðuneytisins.
Mynd: Forsætisráðuneytið

Fréttamaður Ríkisútvarpsins óskaði eftir upplýsingum í símtali 20. mars, klukkan 10:55, frá aðstoðarmanni forsætisráðherra um það hvort erindi sendana hefði borist ráðuneytinu. Varði símtalið í eina mínútu, samkvæmt forsætisráðuneytinu.

„Í skilaboðum sem aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra sendi aðstoðarmanni forsætisráðherra sama dag (kl. 13:52) var óskað eftir fundi mennta- og barnamálaráðherra með forsætisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra um málið. Það var gert vegna fyrirspurna RÚV til mennta- og barnamálaráðherra. Forsætisráðherra var upplýstur um þetta (kl. 14:02). Þá var efnt til fundar forsætisráðherra, utanríkisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra sem lauk á sjötta tímanum.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


umferð reykjavík Hringbraut
Innlent

Hafa miklar áhyggjur af hraðakstri

Telja að ökumenn þurfi að hugsa sinn gang
Leifsstöð
Innlent

Breiðhyltingur ákærður fyrir að smygla inn OxyContin í sælgætispokum

Bryndís Arna
Sport

Kolbrún er sennilega elsti stuðningsmaður Íslands á EM

Hvalur í Reykjavík
Myndir
Innlent

Háhyrningar við Reykjavík

flugeldaverksmiðja
Myndband
Heimur

Flugeldaverksmiðja sprakk í loft upp

Ólafsfjörður
Landið

Karlmaður ók á ljósastaur og flúði vettvang

Sigurborg Kristín Stefánsdóttir
Innlent

Sigurborg valin úr 13 manna hópi

Fabiola Alejandra Caicedo Pina
Heimur

Limlest lík áhrifavalds fannst í verksmiðju

Spítali börn
Innlent

Börn fá nú þjónustu sérgreinalækna ókeypis

Héraðsdómur Reykjavíkur
Innlent

Katla tekin með rúm fimm kíló af grasi

Síðustu 22 fréttir RÚV
Myndir
Menning

Aldrei aftur tíufréttir

Inga Sæland Mosó
Innlent

Ætla sér að þrefalda hjúkrunarrými í Mosfellsbæ

Innlent

umferð reykjavík Hringbraut
Innlent

Hafa miklar áhyggjur af hraðakstri

Telja að ökumenn þurfi að hugsa sinn gang
Héraðsdómur Reykjavíkur
Innlent

Katla tekin með rúm fimm kíló af grasi

Leifsstöð
Innlent

Breiðhyltingur ákærður fyrir að smygla inn OxyContin í sælgætispokum

Hvalur í Reykjavík
Myndir
Innlent

Háhyrningar við Reykjavík

Sigurborg Kristín Stefánsdóttir
Innlent

Sigurborg valin úr 13 manna hópi

Spítali börn
Innlent

Börn fá nú þjónustu sérgreinalækna ókeypis

Loka auglýsingu