
Sáttir nemendurRafiðnnemar bera gjöfina inn með bros á vör
Mynd: FSu
Fjölbrautaskóli Suðurlands fékk á dögunum veglega gjöf frá heildsölunni Johan Rönning. Fulltrúar fyrirtækisins, Anný Björk Guðmundsdóttir og Karl Johan Karlsson, afhentu skólanum raflagnaefni frá Berker til nota í kennslu á rafiðnbraut.
Gjöfin, sem er metin á rúmlega eina milljón króna, var formlega afhent síðastliðinn mánudag. Soffía Sveinsdóttir, skólameistari, tók við efninu og að sögn skólans fóru rafiðnnemendur létt með að flytja það inn í húsnæði skólans.
„Við erum afskaplega þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem mun nýtast skólanum vel,“ segir í tilkynningu frá FSu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment