1
Innlent

Hver er Manneskja ársins?

2
Menning

Fólk skammaðist sín

3
Innlent

Meintir erlendir glæpamenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald

4
Menning

Leyndarmál sem varð að listsýningu

5
Innlent

Lögreglan í bölvuðu veseni með einn drykkjumann

6
Fólk

Tinna Rún opinberar uppáhalds jólalögin

7
Innlent

Karlmaður dæmdur fyrir að nefbrjóta konu

8
Fólk

„Tvær drottningar sem fæla burt allt jólastressið“

9
Fólk

„Ég vil byggja eitthvað sem Ísland getur verið stolt af“

Til baka

Fyrsti formaður Pírata hefur áhuga á framtíðinni

Oktavía Hrund bjó í 30 ár erlendis.

oktavía hrund guðrúnar jóns
Oktavía HrundFlutti til Danmerkur sjö ára og sneri aftur til Íslands þremur áratugum síðar.
Mynd: Víkingur

Nýkjörinn formaður Pírata, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, hefur sérstakan áhuga á framtíðinni, eins og hán greindi frá í kosningaræðu sinni.

Oktavía sagðist hafa áhuga á framtíðinni og möguleikanum á að skapa „ekki bara eina framtíð, heldur margar framtíðir,“ sagði hán í kynningarræðu sinni.

Hán starfrækir einkahlutafélagið future404 ehf, sem var með 10,7 milljónir króna í tekjur í fyrra. Félagið veitir ráðgjöf um persónuvernd, heildrænt öryggi og lögfræðileg málefni.

Oktavía fæddist 1979, en ólst upp í Danmörku frá sjö ára aldri. Hán gekk í menntaskóla um skeið í Bandaríkjunum og bjó sömuleiðis í Þýskalandi. Hán bjó í 30 ár erlendis. Fram hefur komið að hán búi yfir kunnáttu í sjö tungumálum, en út frá einu er íslenskan snúin.

Fyrsta kvárið á formannsstóli

Hán er fyrsta kvárið til að gegna formennsku í stjórnmálaflokki á Íslandi. Í viðtali við Vísi sagði Oktavía frá hversdagslegum áskorunum fólks við fornafnanotkun.

„Þetta er ekkert svo flókið og snýst ekkert um það að fólk þurfi að passa sig á því hvort það eigi að segja hún, hann eða hán. Þetta snýst meira um þá sem rangkynja meðvitað, sem oft eru sömu aðilar og verða öskureiðir ef þú rangkynjar köttinn þeirra eða hundinn,“ sagði hán og benti um leið fólki á að nota einfaldlega nöfn.

Oktavía hafði áður lýst efasemdum um að Píratar ættu að vera með formann, sem nú gerist í fyrsta sinn. „Ég var pínu frægt fyrir það á tímabili að vera gegn því að vera með formann,“ sagði hán í kynningaræðu sinni, en tók fram að áherslan á formannshlutverkið hafi oft í umræðunni snúist um að leysa vandamál fortíðar, frekar en framtíðar.

„Við þurfum samhelda framtíðarsýn til þess að ná í gegn um þær áskoranir sem við höfum og við gerum það best með því að vera leiðandi innanávið eins og við erum utanávið,“ útskýrði hán.

Óþarfi að flækja kynin

Oktavía Hrund er sem stendur varaborgarfulltrúi Pírata og framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokksins. Árin 2016 til 2021 var hán varaþingmaður Pírata í Suðurkjördæmi. Oktavía sat í stjórn Pírata árið 2017 og gegndi síðan formennsku evrópskra Pírata árin 2017 til 2018.

Til viðbótar situr Oktavía í ráðgjafahóp Sameinuðu þjóðanna um alþjóðlega stjórnsýslu internetsins og var í fyrra kjörið í stjórn Vertonet, samtaka kvenna og kvára í upplýsingatækni á Íslandi.

Í fyrrgreindu viðtali við Vísi sagði Oktavía að í tæknigeiranum væru konur oft settar í mjúku málin, á meðan fólk vilji einfaldlega fá að forrita í friði óháð kyni.

„Orðræðan er oft: Vertu karl, en bara ekki svona. Eða vertu flink og góð kona. Að fagna fjölbreytileikanum og efla hann, er leið til að veita öllum aðkomu og tryggja að við endum með að búa til enn betri tæknivörur. Fjölbreytileikinn felur í sér okkur öll; konur, karla og kvára. Við þurfum ekkert að flækja það neitt. Mér finnst við oft flækja þetta um of en satt best að segja finnst mér aldrei vegið að mínu frelsi, nema ég verði vör við að fólk sé að rangkynja viljandi.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Styrkja Mannlíf

Má bjóða þér að styrkja starfsemi Mannlífs með mánaðarlegu framlagi?


Komment

„Ég vil byggja eitthvað sem Ísland getur verið stolt af“
Viðtal
Fólk

„Ég vil byggja eitthvað sem Ísland getur verið stolt af“

Fatahönnuðurinn Haraldur Davíð hefur metnaðinn og hæfni til að ná langt
„Tvær drottningar sem fæla burt allt jólastressið“
Fólk

„Tvær drottningar sem fæla burt allt jólastressið“

Fólk skammaðist sín
Viðtal
Menning

Fólk skammaðist sín

Meintir erlendir glæpamenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald
Innlent

Meintir erlendir glæpamenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Karlmaður dæmdur fyrir að nefbrjóta konu
Innlent

Karlmaður dæmdur fyrir að nefbrjóta konu

Tinna Rún opinberar uppáhalds jólalögin
Fólk

Tinna Rún opinberar uppáhalds jólalögin

Leyndarmál sem varð að listsýningu
Viðtal
Menning

Leyndarmál sem varð að listsýningu

Lögreglan í bölvuðu veseni með einn drykkjumann
Innlent

Lögreglan í bölvuðu veseni með einn drykkjumann

Chomsky, Gates og David Blaine meðal þeirra sem eru á nýjustu Epstein-myndunum
Myndir
Heimur

Chomsky, Gates og David Blaine meðal þeirra sem eru á nýjustu Epstein-myndunum

Níu ökumenn handteknir eftir umfangsmikið umferðareftirlit
Innlent

Níu ökumenn handteknir eftir umfangsmikið umferðareftirlit

Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Gefur lítið fyrir frammistöðu formanns Sjálfstæðisflokksins
Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Dóra Björt komin í Samfylkinguna
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Loka auglýsingu