1
Innlent

„Erum hreinlega í skýjunum eftir þessar frábæru fréttir“

2
Peningar

Tólf tekjuhæstu á Vestfjörðum afhjúpaðir

3
Innlent

Reynslubolti tekur tímabundið við Kveik

4
Innlent

Bíl eins besta söngvara Íslands stolið

5
Peningar

Fyrsti veitingastaður Íslands með sólarhrings gervigreindarþjónustu

6
Peningar

Gunnar skrapar botninn hjá elítunni

7
Heimur

Alvarleg hópsýking á spænsku fjögurra stjörnu hóteli

8
Fólk

Hættir eftir tæpa þrjá mánuði í starfi

9
Landið

Gagnrýna myndbirtingu af systrunum í Reynisfjöru

10
Fólk

Sjálfstæðiskona selur ris

Til baka

Gagnrýna myndbirtingu af systrunum í Reynisfjöru

Umboðsmaður barna segir rangt að birta myndbönd af börnum í hættu

Reynisfjara
Ferðamenn í ReynisfjöruLeika hættulegan leik.
Mynd: Víkingur

Mikil umræða hefur skapast á Íslandi eftir að myndbönd af tveimur ungum þýskum systrum í Reynisfjöru voru birt á samfélagsmiðlum en önnur þeirra lést eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum.

Eitt myndband sýnir yngri þýsku stúlkuna í sjónum áður en hún lést en sá sem hlóð því myndbandi á samfélagsmiðla hefur sagt á þeim miðli að hann hafi ákveðið að setja það á netið til að vekja athygli á hættunni sem skapast hefur í Reynisfjöru.

Annað myndband sýnir eldri systur hennar hlaupandi í Reynisfjöru öskrandi á hjálp fyrir systur sína frá fólki á ströndinni. Það myndband hefur verið spila oftar en milljón sinnum.

Sveinn K. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, er einn af þeim hefur ekki mikla trú á myndbirtingum af þessu tagi en segir erfitt að eiga við slíkt.

„Við viljum senda þau skilaboð til fólks sem verður vitni að slysum og óhöppum annarra að muna að það eru manneskjur á bak við hvert atvik, manneskjur sem eiga fjölskyldur og vini sem einnig eru á samfélagsmiðlum. Það má spyrja sig þeirrar spurningar, myndi það vilja sjálft að birtar séu myndir af þeim við slíkar aðstæður, jafnvel á versta tíma lífsins,“ sagði Sveinn um málið við Mannlíf.

Mannlíf hafði samband við Umboðsmann barna til að spyrja embættið um álit á þessum myndbirtingum.

„Það er ávallt mjög alvarlegt þegar myndir og myndbönd eru birt af börnum þar sem þau eru í viðkvæmri stöðu og mikilvægt að slíku efni sé ekki dreift áfram á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum,“ sagði Sigurveig Þórhallsdóttir hjá Umboðsmanni barna.

„Börn eiga rétt á friðhelgi einkalífs og það ber að virða réttindi þeirra. Það sama á við þegar fjölmiðlar eða foreldrar fjalla um málefni einstakra barna, þá ber að hafa hag barnsins að leiðarljósi og gæta þarf varkárni. Varðandi myndefni sérstaklega þá á ekki að birta myndir af börnum þar sem þeim líður illa, þau eru veik eða í hættu.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Inga hækkar frítekjumörk húsnæðisbóta
Pólitík

Inga hækkar frítekjumörk húsnæðisbóta

„Örorkulífeyrisgreiðslur munu almennt hækka þegar nýja kerfið tekur gildi“
Hundruð þúsunda lífa í hættu eftir að Trump skar niður aðstoð í Suður-Afríku
Heimur

Hundruð þúsunda lífa í hættu eftir að Trump skar niður aðstoð í Suður-Afríku

Reynslubolti tekur tímabundið við Kveik
Innlent

Reynslubolti tekur tímabundið við Kveik

Gunnar skrapar botninn hjá elítunni
Peningar

Gunnar skrapar botninn hjá elítunni

Krefst þess að Silja Bára taki poka sinn
Innlent

Krefst þess að Silja Bára taki poka sinn

Uppistandarinn Reggie Carroll skotinn til bana í Mississippi
Heimur

Uppistandarinn Reggie Carroll skotinn til bana í Mississippi

Jóhann Páll vill vernda Stórurð
Innlent

Jóhann Páll vill vernda Stórurð

Fimm blaðamenn drepnir í beinni útsendingu
Heimur

Fimm blaðamenn drepnir í beinni útsendingu

Tólf tekjuhæstu á Vestfjörðum afhjúpaðir
Peningar

Tólf tekjuhæstu á Vestfjörðum afhjúpaðir

Alvarleg hópsýking á spænsku fjögurra stjörnu hóteli
Heimur

Alvarleg hópsýking á spænsku fjögurra stjörnu hóteli

Hættir eftir tæpa þrjá mánuði í starfi
Fólk

Hættir eftir tæpa þrjá mánuði í starfi

Anna hélt sína eigin Menningarnótt á Tenerife
Fólk

Anna hélt sína eigin Menningarnótt á Tenerife

Landið

Gagnrýna myndbirtingu af systrunum í Reynisfjöru
Landið

Gagnrýna myndbirtingu af systrunum í Reynisfjöru

Umboðsmaður barna segir rangt að birta myndbönd af börnum í hættu
Maður féll í Vestari-Jökulsá
Landið

Maður féll í Vestari-Jökulsá

Ferðamenn stefndu Orra í lífshættu
Myndband
Landið

Ferðamenn stefndu Orra í lífshættu

Dúfnadauðinn í Eyjum enn óútskýrður
Landið

Dúfnadauðinn í Eyjum enn óútskýrður

Grunuðum afbrotamönnum sparkað til Albaníu
Landið

Grunuðum afbrotamönnum sparkað til Albaníu

Yfirlögregluþjónn hefur ekki trú á að hörmungarmyndbönd úr Reynisfjöru hjálpi
Landið

Yfirlögregluþjónn hefur ekki trú á að hörmungarmyndbönd úr Reynisfjöru hjálpi

Loka auglýsingu