1
Innlent

Ert þú sammála ákvörðun RÚV um að taka ekki þátt í Eurovision?

2
Minning

Eiríkur Stefán Eiríksson er látinn

3
Heimur

Leikkona varð fyrir bíl og lést

4
Fólk

Önnu leiðist hrein ósköp

5
Fólk

„Haltu kjafti, snúðu skafti og skíttu á þig þarna ríkisstjórn!“

6
Heimur

Dauði Yusuf litla vekur kröfu um nýjar reglur í bráðaþjónustu

7
Pólitík

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar

8
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

9
Heimur

Kona berst fyrir lífi sínu eftir að kveikt var í henni í Dyflinni

10
Innlent

Kallar val á friðarverðlaunahafa Nóbels „nöturlegt grín“

Til baka

Gagnrýnir málflutning Þorgerðar Katrínar og útvarpstjóra um Eurovision

„Er mikilvægt að ákvörðun RÚV í gær hafi ekki áhrif á samskipti Íslands við þjóðarmorðingjana?“

Félagsmenn félagsins Ísland Palestínu mótmæla við stjórnarráðið
Magga StínaMagga Stína er óánægð með málflutning ráðherrans
Mynd: Víkingur

Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og hún er iðulega kölluð, gagnrýnir málflutning Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra varðandi sniðgöngu Íslands í Eurovision á næsta ári. Það gerði Magga Stína í nýlegri Facebook-færslu.

Tónlistar- og baráttukonan Magga Stína byrjar færslu sína á tilvitnun í orð utanríkisráðherra Íslands í frétt RÚV, þar sem hún segist ekki trúa því að ákvörðun RÚV um að keppa ekki í Eurovision í Vínarborg á næsta ári, muni hafa áhrif á samskipti Íslands og Ísrels.

„Þorgerður Katrín telur að ákvörðunin muni ekki hafa áhrif á samskipti Íslands og Ísraels.“

„Á hún ekki að hafa áhrif á samskipti Íslands og Ísraels???
Er mikilvægt að ákvörðun RÚV í gær hafi ekki áhrif á samskipti Íslands við þjóðarmorðingjana?
Í hvaða leikriti erum við stödd?“ spyr Magga Stína og heldur áfram:

„Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Stefán Eiríksson eru sem sagt sammála um að ákvörðunina um að sniðganga Eurovision á næsta ári eigi ekki að skilja sem einhverja gagnrýni eða sniðgöngu á Ísrael.“

Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína segir í athugasemd við færsluna að um sé að ræða „galinn málflutning“ Þorgerðar Katrínar.

„Galinn málflutningur - það er þjóðarmorðið sem liggur að baki hvað sem ÞKG segir.“

Magga Stína svarar Hjálmtý með hárfínni kaldhæðni:

„Nei, það var bara þessi leiðindaþrýstingur frá íslenskum almenningi sem gerði að verkum að útvarpsstjóri sá sig loks tilneyddan til að hætta við þáttökuna og ber við þeim leiðindamóral sem hefur myndast í kringum keppnina núna, en hann segir ennfremur „RÚV er ekki að beita sér í þessu máli, RÚV er að taka sjálfstæða ákvörðun, dagskrártengda ákvörðun og í því eru ekki að felast einhver pólitísk skilaboð að okkar hálfu“.“

Bætir hún við að lokum að viðhorf Stefáns og Þorgerðar Katrínar sýni hvað viðhorf þeirra til þjóðarmorðsins í Palestínu, hafa.

„Þetta viðhorf útvarpsstjóra og undirtektir utanríkisráðherra segja kýrskýra sögu um viðhorf þeirra eftir að hafa fylgst með þjóðarmorðshrinu Ísraels í beinni útsendingu í rúmlega tvö ár og tvo mánuði.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Trump, Clinton og Woody Allen meðal þeirra sem sjást á nýjum Epstein-myndum
Myndir
Heimur

Trump, Clinton og Woody Allen meðal þeirra sem sjást á nýjum Epstein-myndum

Eftirlitsnefnd Bandaríkjaþings birti 19 nýjar myndir sem sýna barnaníðinginn Jeffrey Epstein með frægum og valdamiklum aðilum.
Björgunarsveit Gaza flutti 52 manns í öruggt skjól undan storminum
Heimur

Björgunarsveit Gaza flutti 52 manns í öruggt skjól undan storminum

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot
Innlent

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot

Hjúkrunarfræðingur bjargaði lífi mánaðargamals barns á Kanarí
Heimur

Hjúkrunarfræðingur bjargaði lífi mánaðargamals barns á Kanarí

Gullfallegt einbýli úr hruninu til sölu í Mosfellsbæ
Myndir
Fólk

Gullfallegt einbýli úr hruninu til sölu í Mosfellsbæ

Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar
Pólitík

Svarar engu um ásakanir Stefáns Pálssonar

Helgi Valberg kynntur til leiks
Innlent

Helgi Valberg kynntur til leiks

Skelfilegt mynstur kynferðisofbeldis í súdönsku borgarastyrjöldinni
Heimur

Skelfilegt mynstur kynferðisofbeldis í súdönsku borgarastyrjöldinni

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri
Innlent

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri

Kona tekin með rúm fjögur kíló af kóki í Leifsstöð
Innlent

Kona tekin með rúm fjögur kíló af kóki í Leifsstöð

„Ég hef aldrei hitt hamingjusaman spilafíkil en ég hef sungið yfir æði mörgum“
Fólk

„Ég hef aldrei hitt hamingjusaman spilafíkil en ég hef sungið yfir æði mörgum“

Kona berst fyrir lífi sínu eftir að kveikt var í henni í Dyflinni
Heimur

Kona berst fyrir lífi sínu eftir að kveikt var í henni í Dyflinni

Innlent

Gagnrýnir málflutning Þorgerðar Katrínar og útvarpstjóra um Eurovision
Innlent

Gagnrýnir málflutning Þorgerðar Katrínar og útvarpstjóra um Eurovision

„Er mikilvægt að ákvörðun RÚV í gær hafi ekki áhrif á samskipti Íslands við þjóðarmorðingjana?“
Sjö ára barn fékk aðstoð sálfræðings eftir að kona hrækti í andlit þess
Innlent

Sjö ára barn fékk aðstoð sálfræðings eftir að kona hrækti í andlit þess

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot
Innlent

Karlmaður á áttræðisaldri ákærður fyrir vopnalagabrot

Helgi Valberg kynntur til leiks
Innlent

Helgi Valberg kynntur til leiks

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri
Innlent

Prófessor vill verða ráðuneytisstjóri

Kona tekin með rúm fjögur kíló af kóki í Leifsstöð
Innlent

Kona tekin með rúm fjögur kíló af kóki í Leifsstöð

Loka auglýsingu