
Skoska rokkhljómsveitin Garbage, með söngkonuna Shirley Manson í fararbroddi skrifar um þöggunartilburði þeirra sem aðhyllast stefnu Ísraelsríkis, í nýrri færslu á Instagram.
Í færslunni minnist Shirley, sem vanalega skrifar fyrir hljómsveitina á Instagram, sérstaklega á bandarísku tónlistarkonuna Kehlani sem átti að koma fram á tónleikum í Cornell-háskólanum í New York í apríl en vegna þess að hún er opinber stuðningsmaður Palestínu, var tónleikunum aflýst. Segist Shirley standa með söngkonunni og fleiri listamönnum sem þurfa að líða þöggunartilburði sem þessa vegna afstöðu þeirra gagnvart þjóðarmorðinu á Gaza.
Þá segir hin áður rauðhærða söngkona, að listafólk sem tjáir sig um þjóðarmorðið, sé ekki að gera það til að leika hetjur, heldur sé það einfaldlega með samkennd og umhyggju sem horfi á þjóðarmorð og neiti að þegja.
Hér má sjá færsluna í heild sinni:
„Á meðan 290.000 börn eru nú viljandi svelt til dauða á Gaza, þá beinist árásin að LISTAFÓLKI sem segir: „Þetta er rangt.“ Í örvæntingarfullri tilraun reyna þeir að illgjöra og þagga niður í tónlistarfólki með því að aflýsa tónleikum, taka þau af listum yfir tónlistarhátíðir og vara aðra við – þetta er það sem gerist þegar fólk tjáir sig. Ég stend með Kehlani og öllum sem hafa bein í nefinu. Listafólk og manneskjur sem, óháð afleiðingum, setja sameiginlega frelsun ofar eigin öryggi og nota rödd sína til að ná til hjartna. Ekki til að leika hetju. Ekki til að bjarga heiminum. Heldur einfaldlega sem fólk með samkennd, kærleika og umhyggju sem horfir upp á þjóðarmorð og neitar að þegja. Að standa upp gegn þessu ætti ekki að þurfa að teljast hugrekki. Það ætti ekki að stofna ferli neins í hættu. Það ætti ekki að leiða til þess að sýningum sé aflýst. Það ætti einfaldlega að kallast það sem það er… Mennska.“
Komment