Stór gassprenging tætti hús í Atlanta í Bandaríkjunum í gærkvöldi.
Fjölmiðlar greina frá því að einn maður hafi slasast illa en 40 manns þurftu að yfirgefa heimili sín vegna skemmda sem sprengingin olli. Í myndbandi sem birst hefur af eftirleiknum sést karlmaðurinn slasaði öskra af sársauka vegna bruna sem hann hlaut.
Samkvæmt upplýsingum sem lögregluyfirvöld hafa gefið út er maðurinn á sjúkrahúsi og á batavegi.
Ekki liggur fyrir hvað nákvæmlega gerist utan þess að þetta var gassprenging og er málið nú í rannsókn lögreglunnar í Atlanta.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment