1
Heimur

Flensufaraldur herjar á Kanaríeyjar

2
Heimur

Sænska lögreglan boðar til blaðamannafundar vegna konu sem hvarf annan í jólum

3
Fólk

„Við grenjuðum úr hlátri allt kvöldið yfir þessu“

4
Innlent

Húsfyllir á hátíðarkvöldverði No Borders

5
Innlent

„Gleðileg fjöldajólamorð ... og farsælt komandi sprengjuár!“

6
Innlent

„Það eru jólin hjá heimska hægrinu á X greinilega“

7
Heimur

Andy Carroll handtekinn fyrir að brjóta nálgunarbann

8
Innlent

Reyndi að kæfa hana með dýnum, lagði hönd yfir munn hennar, barði og hótaði að drepa hana

9
Heimur

Kalla á lausn palestínsks læknis sem Ísrael heldur án dóms og laga

10
Heimur

Einn lést og þrír eru í lífshættu eftir skotárás í Chicago

Til baka

Gefur í skyn að Inga hafi verið drukkin

Skólameistari Borgarholtsskóla er ósáttur við starfslok sín.

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra
Inga Sæland er félags- og húsnæðismálaráðherra

Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, gefur í skyn að Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hafi verið drukkin þegar hún hringdi í hann í janúar til að spyrjast fyrir skó sem barnabarn hennar fann ekki. Þetta segir hann í viðtali við Morgunblaðið.

Greint var frá því í gær að Ársæll verði ekki endurskipaður skólameistari þegar skipunartíma hans lýkur á næsta ári en Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, tók þá ákvörðun. Kennir skólameistarinn Flokki fólksins um starfslok sín og vísar í „skómálið“ svokallaða.

Í viðtali við Morgunblaðið segir Ársæll frá símtalinu og upplifun hans á því. „Ef þú hefðir spurt mig þá hefði ég haldið að hún væri drukkin, en þetta var í síma svo það get ég ekki vitað,“ sagði skólameistarinn.

Hann sagði einnig að Inga hafi hótað honum með lögreglu en hún hefur neitað því. „Já, það er nú lítið mál fyrir mig núna því að ég hef mikil ítök í lögreglunni,“ segir Ársæll að Inga hafi sagt.

Bréf sem Ársæll sendi á starfsfólk til að tilkynna starfslok sín

Kæra samstarfsfólk

Það er með miklum trega og með sorg í hjarta að ég skrifa ykkur þennan tölvupóst til að upplýsa ykkur um að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra hefur látið birta mér að hann óski ekki eftir kröftum mínum sem skólameistara. Þvert á allar hefðir og í ljósi þess að undanfarið hefur ráðherra endurskipað aðra skólameistara og nýlega ráðið í lausar stöður er augljóst hvað liggur að baki ákvörðun Guðmundar Inga og Flokks fólksins. Ég hef aldrei verið áminntur í starfi eða fengið ákúrur frá ráðherra menntamála þá áratugi sem ég hef starfað sem skólameistari og ætíð haldið rekstri skólans innan fjárlagaheimilda.

Skipunartími minn rennur út um mitt næsta ár eða tveimur árum áður en ég kemst á eftirlaunaaldur og eru þá rétt 40 ár síðan ég brautskráðist sem kennari úr Kennaraháskóla Íslands. Ævistarfi mínu finnst mér lítill sómi sýndur og þakklætið rýrt en ráðherra afhenti mér ekki sjálfur tilkynninguna heldur fékk starfsfólk sitt til að sjá um það. Skýring þeirra á þessari ákvörðun ráðherra er sú að ráðherra hefði heimild til að gera þetta.
Ég er nú í þeirri skrýtnu stöðu að vera forstöðumaður fyrir ríkisstofnun þar sem ráðherra hefur í raun lýst yfir vantrausti á störf mín og ég því nánast umboðslaus.

Sjálfur hefði ég kosið að starfa áfram við skólann við að efla okkar góða starf og styrkja enda margar áskoranir framundan. Vinnustaðurinn okkar er frábær, starfsandinn góður og fagmennska í fyrirrúmi. Þykir mér afar leitt að vera hent frá borði með þessum hætti. Á allri minni ævi hef ég ekki kynnst betri vinnustað en nú skilja leiðir.

Bestu kveðjur

Ársæll

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Tvö létust í tveimur mótorhjólaslysum á Tenerife á aðeins sólarhring
Heimur

Tvö létust í tveimur mótorhjólaslysum á Tenerife á aðeins sólarhring

Þrjátíu og fjögurra ára kona og 28 ára gamall maður létust í slysunum
Einn lést og þrír eru í lífshættu eftir skotárás í Chicago
Heimur

Einn lést og þrír eru í lífshættu eftir skotárás í Chicago

„Það eru jólin hjá heimska hægrinu á X greinilega“
Innlent

„Það eru jólin hjá heimska hægrinu á X greinilega“

Húsfyllir á hátíðarkvöldverði No Borders
Myndir
Innlent

Húsfyllir á hátíðarkvöldverði No Borders

Sænska lögreglan boðar til blaðamannafundar vegna konu sem hvarf annan í jólum
Heimur

Sænska lögreglan boðar til blaðamannafundar vegna konu sem hvarf annan í jólum

Erilsamur sólarhringur hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
Innlent

Erilsamur sólarhringur hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

Andy Carroll handtekinn fyrir að brjóta nálgunarbann
Heimur

Andy Carroll handtekinn fyrir að brjóta nálgunarbann

Reyndi að kæfa hana með dýnum, lagði hönd yfir munn hennar, barði og hótaði að drepa hana
Innlent

Reyndi að kæfa hana með dýnum, lagði hönd yfir munn hennar, barði og hótaði að drepa hana

„Gleðileg fjöldajólamorð ...  og farsælt komandi sprengjuár!“
Innlent

„Gleðileg fjöldajólamorð ... og farsælt komandi sprengjuár!“

Kalla á lausn palestínsks læknis sem Ísrael heldur án dóms og laga
Heimur

Kalla á lausn palestínsks læknis sem Ísrael heldur án dóms og laga

Flensufaraldur herjar á Kanaríeyjar
Heimur

Flensufaraldur herjar á Kanaríeyjar

„Við grenjuðum úr hlátri allt kvöldið yfir þessu“
Fólk

„Við grenjuðum úr hlátri allt kvöldið yfir þessu“

Þýsk blaðakona segist hafa verið nauðgað í haldi ísraelskra yfirvalda
Myndband
Heimur

Þýsk blaðakona segist hafa verið nauðgað í haldi ísraelskra yfirvalda

Innlent

„Það eru jólin hjá heimska hægrinu á X greinilega“
Innlent

„Það eru jólin hjá heimska hægrinu á X greinilega“

Hallgrímur Helgason hæðist að Stefáni Mána og fleirum á samfélagsmiðlinum X
Æsilegur eltingarleikur lögreglunnar endaði með handtöku
Innlent

Æsilegur eltingarleikur lögreglunnar endaði með handtöku

Húsfyllir á hátíðarkvöldverði No Borders
Myndir
Innlent

Húsfyllir á hátíðarkvöldverði No Borders

Erilsamur sólarhringur hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
Innlent

Erilsamur sólarhringur hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

Reyndi að kæfa hana með dýnum, lagði hönd yfir munn hennar, barði og hótaði að drepa hana
Innlent

Reyndi að kæfa hana með dýnum, lagði hönd yfir munn hennar, barði og hótaði að drepa hana

„Gleðileg fjöldajólamorð ...  og farsælt komandi sprengjuár!“
Innlent

„Gleðileg fjöldajólamorð ... og farsælt komandi sprengjuár!“

Loka auglýsingu