
Guðmundur Andri Thorsson minnist bekkjarbróður síns í fallegri Facebook-færslu sem hann birti í dag.
Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson minnist Birgis Guðjónssonar, stærðfræðikennara við Menntaskóla Reykjavíkur, sem lést nýverið en þeir voru bekkjabræður í æsku. Segir Guðmundur Birgi hafa skorið sig úr hópnum á fleiri en einn hátt, meðal annars hafi hann verið bestur í fótbolta og sterkur persónuleiki.
Segist Guðmundur ekki hafa verið í miklum samskiptum við hann eftir skóla en hafi þó séð hann bæði í batmintoni og í heimboðum til frænda Guðmundar.
Hér má lesa hin fallegu minningarorð:
„Einn og einn tínast þeir burt samferðamennirnir og ekki alltaf þeir sem maður myndi ímynda sér. Í dag er kvaddur Birgir Guðjónsson - Biggi - bekkjarbróðir úr barnaskóla sem að ýmsu leyti skar sig úr hópnum, manna bestur í fótbolta - KR-ingur sem var fáheyrt þarna í Vogahverfinu - sterkur og bjartur persónuleiki og var eiginlega fullmótaður þarna átta ára gamall þegar ég hitti hann fyrst. Leiðir okkar lágu ekki mikið saman í lífinu eftir að leiðir skildu í skóla en við hittumst þó stundum í badmintoni, hvor með sínum hópnum, og í boðum hjá Nonna frænda, honum Jóni Nordal sem var besti vinur Bigga. Hann var einstakt valmenni og manni leið vel í nálægð hans. Blessuð sé minning hans.“
Birgir lætur eftir sig eiginkonu sína, Guðrúnu Þórhallsdóttur, dósent í íslenskri málfræði, og dóttur þeirra, Ragnheiði Birgisdóttur, menningarblaðamann hjá Morgunblaðinu.
Komment