Guðjón Páll Hafsteinsson hefur dæmdur í 60 daga fangelsi eftir að hafa ráðist á mann þann 13. október 2024 en málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra.
Guðjón var ákærður fyrir líkamsáras gagnvart öðrum einstaklingi en Guðjón var við vinnu sem dyravörður við skemmti- og veitingastað á Akureyri þegar árásin átti sér stað. Þetta gerðist þegar dyraverðir voru að vísa ákærða út af veitingastaðnum vegna framkomu hans við aðra gesti staðarins. Afleiðingar þessa fyrir brotaþola var að hann hlaut bólgu og roða á vinstra kinnbeini, eymsli þar yfir, eymsli vinstra megin yfir hálsi og stífleika þeim megin á hálsinum segir í dómnum.
Guðjón hafði áður fengið marga dóma meðal annars fyrir líkamsáras, og brot á barnaverndar- og vopnalögum. Hann játaði brot sitt og var litið til þess af dómara málsins og einnig var litið til fyrri ofbeldisbrota.
60 daga fangelsisdómur hans er óskilorðsbundinn og þarf Guðjón að greiða 167.400 krónur í sakarkostnað.
Komment