
Mynd: Shutterstock
Gunnlaugur Claessen, fyrrverandi hæstaréttardómari, er fallinn frá en greint er frá andláti hans á mbl.is. Hann var 78 ára gamall.
Gunnlaugur fæddist árið 1946 í Reykjavík og gekk í Menntaskólann í Reykjavík. Hann útskrifaðist þaðan árið 1966 og lærði lögfræði í Háskóla Íslands eftir það. Hann stundaði framhaldsnám í Osló og varð að lokum hæstaréttarlögmaður 1980.
Gunnlaugur starfaði í dómsmálaráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu fyrstu starfsárin en hann var síðar fyrsti maðurinn til að vera skipaður ríkislögmaður en það var gert árið 1984. Hann gegndi því embætti í 10 ár og var svo skipaður hæstaréttardómari. Hann gegndi því starfi til 2013 en þá hætti hann sökum aldurs.
Gunnlaugur lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment