
Myndirnar tala sínu máli í mótmælum Skota gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem samtök gegn forsetanum (Stop Trump Coalition) stóðu fyrir eftir komu hans í gær.

Fyrir komu Trumps hafði eitt stærsta dagblað Skotlands, The National, birt forsíðu þar sem greint var frá því að dæmdur brotamaður frá Bandaríkjunum væri væntanlegur til golfiðkunar í landinu.
Trump mun á morgun hitta forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursulu von der Leyen, til umræðu um tolla- og efnahagsmál.
Við komuna í gær skoraði Trump á Skota að stöðva vindmyllur og taka á innflytjendamálum, en mótmælendur bentu á að móðir Trumps hefði flutt sem innflytjandi til Bandaríkjanna frá Skotlandi.




Komment