
Hamas hefur sakað Ísrael um að tefja viðleitni til að finna og skila líkum látinna ísraelskra gísla. Samkvæmt yfirlýsingu samtakanna hafi Ísrael bannað þungum vinnuvélum að komast inn á Gaza og komið í veg fyrir að leitarteymi, þar á meðal starfsfólk Rauða krossins, fengju aðgang að mikilvægum svæðum.
Í yfirlýsingu Hamas er ásökunum Ísraels um að samtökin hafi verið „hæg“ við að skila líkunum vísað á bug sem „uppspuna“ ætlaður til að „villa um fyrir almenningi“.
Jafnframt saka samtökin Ísrael um að reyna að „búa til falskar afsakanir sem undanfara þess að grípa til nýrra árásaraðgerða gegn fólki okkar, í skýlausu broti á vopnahléinu“.
„Í ljósi þessa köllum við á milligönguaðila og þá sem ábyrgð bera á samningnum að axla skyldur sínar og bregðast við þessum alvarlegu hindrunum,“ sagði í yfirlýsingu Hamas.
Ummælin koma í kjölfar fullyrðinga stjórnvalda í Ísrael um að Hamas tefji viljandi afhendingu líkamsleifa gísla, en nýlega kom í ljós að líkamsleifa gísls sem skilað var nýlega reyndist vera hluti af líkamsleifum gísls sem skilað var fyrir tveimur árum.

Komment