1
Menning

Snorri sagði frá andláti föður síns á útgáfutónleikum í gær

2
Fólk

Spyrnti sér upp frá botninum og féll fyrir Kára

3
Pólitík

Snorri veður í blaðamann Vísis

4
Heimur

Þrefaldur morðingi valdi óvenjulega aftöku

5
Fólk

„Hann er bara heitur!“

6
Heimur

Dularfullur Epstein-póstur vekur spurningar í Bandaríkjunum

7
Landið

Kom að bílaleigubíl á sumardekkjum á hliðinni í Námaskarði

8
Heimur

17 ára stúlka myrt er hún verndaði bróður sinn fyrir árásarmanni

9
Minning

Helgi Pétursson er látinn

10
Pólitík

Ritstjórn Vísis ákvað að skipta út ljósmyndinni af syni Snorra

Til baka

„Hann er bara heitur!“

Eva Bryngeirsdóttir opnar sig um aldursmuninn.

Eva Bryngeirsdóttir og Kári Stefánsson
Kári og Eva38 ára aldursmunur er á hjónunum
Mynd: Víkingur

„Hann er bara heitur!“ hafði Eva sagt við systkini sín eftir fund með Kára Stefánssyni, þáverandi forstjóra deCODE, fyrir tæpum áratug. Hún vissi þá ekki hvað örlögin ætluðu þeim. „Mér hefði aldrei dottið þetta í hug fyrir tíu árum,“ segir hún og hlær.

Hún hafði samband við hann árið 2023 þegar hún var að byggja upp fyrirtækið sitt.

„Mig vantaði bara að rúlla boltanum af stað og ég hugsaði með mér að ég gæti haft samband við einhvern og kynnt vinnuna mína. Ég var búin að vera að hanna stórt og flott námskeið og þróa leiðir til að aðstoða náið einstaklinga og fyrirtæki. Kári sýndi þessu nú ekki mikinn áhuga verð ég að segja,“ segir hún og hlær, „en honum fannst þetta vera áhugavert. Hann bauð mér í kaffi og það var síðar sem hann lýsti yfir þörf sinni fyrir ráðskonu á heimilið en kona hafði verið að þrífa hjá honum sem hætti störfum og hann vantaði einhvern til að reka heimilið.“

Samhliða því að vinna við fyrirtækið sitt fór Eva sem sé í byrjun árs 2024 að reka heimili Kára auk þess að elda fyrir hann nokkrum sinnum í viku.

Þau töluðu við hvort annað eins og vinir og henni leið vel í návist hans. Kunningsskapur varð að vinskap.

„Mér leið eins og ég væri að elda og eiginmaður minn væri að koma heim. Ég fann orkuna áður en hann kom heim. Þetta var allt sem mig langaði til að upplifa; mig langaði í fjölskyldu og mig langaði í eiginmann. Vá hvað þetta var gott. Þarna sátum við strákarnir mínir með honum við matarborðið að borða saman kvöldmat.“

Þau fóru snemma árs að æfa saman á líkamsræktarstöð. Hún segir þau eiga svo margt sameiginlegt hvað lífsstíl varðar. „Við vorum farin að eyða svo miklum tíma saman. Við vorum alltaf saman. Við bara pössuðum saman. Svo horfði ég svo mikið á hann og hvernig hann virkar. Hann minnir mig svo á son minn í hegðun. Hann Kári er klárlega á einhverfurófinu. Það er enginn vafi. Ég þekkti svo einkennin svo sem hvernig hann fer afsíðis þegar hann er í margmenni. Ég skildi hann svo. Mér fannst hann vera svo áhugaverður.“

Vináttan þróaðist í ást. 38 ára aldursmunur er á hjónunum og þegar Eva gerði sér grein fyrir að hún væri kolfallin fyrir Kára hringdi hún grátandi í vinkonu sína og spurði: Má þetta?

„Ég er þakklát fyrir það að ég náði að kynnast honum á persónulegum nótum, sem einstaklingnum sem hann er, en ekki opinberu persónunni því það er það sem ég féll fyrir. Ef hann hefði nálgast mig í ræktinni hefði ég verið „ha?“. Það hefði ekki orðið til þess sem við erum í dag. Ég var að hlúa að honum og heimilinu. Þannig kynntist ég honum.

Eva þagnar íbyggin.

„Þetta var ekkert plan. Þetta átti ekkert að gerast. Bara engan veginn. Þetta bara gerðist. Mér líður eins og ég hafi alltaf þekkt hann og ég er 100% viss um að við áttum að hittast. Ég sótti í hann, við sóttumst svo mikið í hvort annað. Það er svo gaman að hlusta á hann. Hann er rosalega sjarmerandi og mig langaði bara að vera í kringum hann.“

Amor hitti þau bæði í hjartastað og þau byrjuðu að vera saman.

„Hann varð líf mitt,“ segir Eva og kímir. „Við mátuðum lífið og hann var líka heima hjá mér. Þetta er svolítið flókið. Maður hoppar ekkert í svona með allan þennan aldursmun. Áttum við samleið? Var þetta raunhæft? Máttum við þetta? Var þetta skynsamlegt? Við fórum í gegnum þetta.“

Eva og Kári
Mynd: Aðsend

Þögn.

„Þegar á botninn var hvolft hugsaði ég með mér að ef ég fyndi allar þessar tilfinningar til hans væri ég þá trú sjálfri mér að leyfa mér ekki?“

Eva og synir hennar tveir fluttu inn á heimili Kára síðla sumars og svo bað Kári Evu um að giftast sér. Og hún sagði „já“.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Líbanon kvartar undan Ísrael til SÞ vegna landamæramúrs
Heimur

Líbanon kvartar undan Ísrael til SÞ vegna landamæramúrs

Saka Ísraela um að fara yfir vopnahléslínuna með vegg sínum
Myndaði ferðalanga klífa stuðlaberg
Myndband
Innlent

Myndaði ferðalanga klífa stuðlaberg

Tillaga um úrbætur á Hamrastekk felld þrátt fyrir slys
Innlent

Tillaga um úrbætur á Hamrastekk felld þrátt fyrir slys

Novasvellið rís á Ingólfstorgi
Myndir
Mannlífið

Novasvellið rís á Ingólfstorgi

Spyrnti sér upp frá botninum og féll fyrir Kára
Einkaviðtal
Fólk

Spyrnti sér upp frá botninum og féll fyrir Kára

Þrefaldur morðingi valdi óvenjulega aftöku
Heimur

Þrefaldur morðingi valdi óvenjulega aftöku

Dularfullur Epstein-póstur vekur spurningar í Bandaríkjunum
Heimur

Dularfullur Epstein-póstur vekur spurningar í Bandaríkjunum

Austfirðingar spenna síst bílbelti samkvæmt nýrri könnun
Landið

Austfirðingar spenna síst bílbelti samkvæmt nýrri könnun

Hlaut skurð á höfði eftir slagsmál en neitaði aðstoð lögreglu
Innlent

Hlaut skurð á höfði eftir slagsmál en neitaði aðstoð lögreglu

Rannsaka meint „leyniskyttusafarí“ milljarðamæringa í Bosníu á tíunda áratugnum
Heimur

Rannsaka meint „leyniskyttusafarí“ milljarðamæringa í Bosníu á tíunda áratugnum

Kom að bílaleigubíl á sumardekkjum á hliðinni í Námaskarði
Myndband
Landið

Kom að bílaleigubíl á sumardekkjum á hliðinni í Námaskarði

Ljóð Sigurðar Pálssonar afhjúpað við Tollhúsið
Menning

Ljóð Sigurðar Pálssonar afhjúpað við Tollhúsið

Ritstjórn Vísis ákvað að skipta út ljósmyndinni af syni Snorra
Pólitík

Ritstjórn Vísis ákvað að skipta út ljósmyndinni af syni Snorra

Fólk

„Hann er bara heitur!“
Viðtal
Fólk

„Hann er bara heitur!“

Eva Bryngeirsdóttir opnar sig um aldursmuninn.
Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu
Myndir
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

Spyrnti sér upp frá botninum og féll fyrir Kára
Einkaviðtal
Fólk

Spyrnti sér upp frá botninum og féll fyrir Kára

Fágæt perla í Sundunum til sölu
Myndir
Fólk

Fágæt perla í Sundunum til sölu

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi
Fólk

Jón Gnarr leitar að surströmming á Íslandi

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel
Fólk

Hafði ekki efni á Kristmundi Axel

Loka auglýsingu