
Lögmaður sem var í gæsluvarðhaldi vandar lögreglunni á Norðurlandi eystra ekki kveðjurnar í viðtali við DV.
Maðurinn var í haldi sakaður um ólöglegan innflutning á fólki, peningaþvætti og fíkniefnasölu en lögmaðurinn heldur því fram að hafa aðeins verið lögmaður manna í hinu svokallaða Raufarhafnarmáli.
Sérstaklega er lögmaðurinn ósáttur við Eyþór Þorbergsson, aðstoðarsaksóknara lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
„Hann er hrotti. Og hann er þekktur meðal lögmanna sem hrotti hjá lögreglunni. Þannig var framkoma hans gagnvart mér líka. Hann hélt því til dæmis fram til að framlengja gæsluvarðhaldið að ég hefði verið ósamstarfsfús og neitað að svara spurningum lögreglu. Það er bara lygi,“ sagði lögmaðurinn við DV.
Segist hann vera andlega í molum eftir gæsluvarðhaldið og kominn á lyf. Þá lýsir hann yfir sakleysi sínu.

Komment