
Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, er látinn. Morgunblaðið greindi frá andláti hans.
Haraldur fæddist í Reykjavík 1945. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1965 og lærði læknisfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk doktorsnámi í læknavísindum í Svíþjóð árið 1982.
Hann starfaði sem læknir bæði í Svíþjóð og á Íslandi árum saman, þar sem hann sérhæfði sig í smitsjúkdómum og sýklarannsóknum. Hann var skipaður sóttvarnalæknir árið 1998 eftir að hafa starfað hjá landlæknisembættinu frá 1995. Hann gegndi því starfi til 2015.
Haraldur hefur fengið verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín. Hann var sæmdur íslensku fálkaorðunni árið 2019 fyrir störf á vettvangi heilsuverndar og lýðheilsu og fékk Norrænu lýðheilsuverðlaunin árið 2012.
Hann lætur eftir sig eiginkonu og eitt barn.
Komment