
Haraldur Jóhannsson athafnamaður er fallinn frá en Vísir greindi frá andláti hans. Hann var 71 árs gamall.
Haraldur fæddist árið 1954 og ólst upp í Nesstofu við Seltjörn. Eftir að hafa lokið námi í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi flutti hann til Englands þar sem hann lærði ensku. Síðar lærði hann húsgagnasmíði og lauk sveinsprófi frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja árið 1976.
Hann stofnaði heildverslunina Forval með Fjólu Guðrúnu Friðriksdóttur, eiginkonu sinni, árið 1976 sem þau ráku saman í marga áratugi við gott orðspor. Þau stofnuðu einnig fyrirtækið Spa of Iceland árið 2017.
Haraldur lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment