1
Innlent

Hver er Manneskja ársins?

2
Menning

Fólk skammaðist sín

3
Innlent

Meintir erlendir glæpamenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald

4
Menning

Leyndarmál sem varð að listsýningu

5
Fólk

Tinna Rún opinberar uppáhalds jólalögin

6
Innlent

Lögreglan í bölvuðu veseni með einn drykkjumann

7
Innlent

Karlmaður dæmdur fyrir að nefbrjóta konu

8
Fólk

„Tvær drottningar sem fæla burt allt jólastressið“

9
Fólk

„Ég vil byggja eitthvað sem Ísland getur verið stolt af“

Til baka

Hatur eftir formannskjör: Vill loka kommentakerfum

Grímur í Geðhjálp vill að hatursfulla fólkið fái hjálp.

Grímur Atlason
Grímur AtlasonFramkvæmdastjóri Geðhjálpar fór í gegnum umræðu um formannskjör Pírata.
Mynd: Heiða Helgadóttir

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, vekur athygli á hatursbylgju sem birst hefur í ummælakerfum Vísis og mbl.is eftir formannskjörið í Pírötum um helgina, vegna þess að kvár og trans kona voru í framboði, en þau eru vel þekkt fyrir feril sinn í stjórnmálum.

„Tilefnið, sem kallaði fram þessa froðufellandi heift, var kosning á milli tveggja einstaklinga í embætti formanns í stjórnmálaflokki,“ segir Grímur á Facebook-síðu sinni og birtir mynd af skjáskotum hroðalegra ummæla um frambjóðendurna á grundvelli kynvitundar. Þar er talað um stjórnmálafólkið sem „fyrirbæri“, Píratar uppnefndir „öfuguggaflokkur“ og endurtekið notuð röng fornöfn um hana og hán.

Eins og Grímur segir kemur hatursbylgjan í kjölfar þess að tveir einstaklingar, sem höfðu starfað lengi innan Pírata, voru í framboði um formannssætið. Annar frambjóðendanna, Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, er kvár og var kjörið formaður, en hinn frambjóðandinn, Alexandra Briem, er trans kona. Hún hefur verið borgarfulltrúi, en Oktavía Hrund varaborgarfulltrúi, fyrir hönd Pírata í Reykjavik, við góðan orðstýr.

„Á þessum drottins dýrðar sunnudegi óska ég þess að kommentakerfum „fjölmiðlanna“ Vísir og mbl.is verði lokað,“ segir Grímur. Hatursfullu ummælin fóru að flæða inn í gærkvöldi og virtist umræðunni ekkert vera stýrt af fjölmiðlunum sem deila fréttunum.

Grímur óskar þess að aðstandendur þeirra sem tjá sig svona grípi inn í. „Þangað til að það gerist óska ég þess að vinir og vandamenn þeirra einstaklinga, sem hér tjá sig í meðfylgjandi sýnishornum, fari heim til þeirra og gefi gott knús,“ segir Grímur og ályktar um aðstæður mælenda. „Það hlýtur að vera skortur á hlýju og/eða ást sem kallar fram slíka mannfyrirlitningu og illsku eins og hér birtist.“

Mikil umræða hefur verið um svokallað „vók“ eða „vekni“ í samfélaginu. Vókið hefur snúist um að sýna öllum hópum virðingu og vera vakandi fyrir því að virkni samfélagsins geti unnið gegn fólki kerfisbundið en jafnvel ósýnilega á grundvelli kyns, kynþátta, kynhneigðar, kynvitundar eða annars sem hefur ekkert með hæfni fólksins að gera.

Oktavía hefur rætt meðvitaða notkun rangra persónufornafna, meðal annars í viðtali við Vísi í fyrra.

„Fjölbreytileikinn felur í sér okkur öll; konur, karla og kvára. Við þurfum ekkert að flækja það neitt. Mér finnst við oft flækja þetta um of en satt best að segja finnst mér aldrei vegið að mínu frelsi, nema ég verði vör við að fólk sé að rangkynja viljandi,“ sagði hán.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Styrkja Mannlíf

Má bjóða þér að styrkja starfsemi Mannlífs með mánaðarlegu framlagi?


Komment

„Ég vil byggja eitthvað sem Ísland getur verið stolt af“
Viðtal
Fólk

„Ég vil byggja eitthvað sem Ísland getur verið stolt af“

Fatahönnuðurinn Haraldur Davíð hefur metnaðinn og hæfni til að ná langt
„Tvær drottningar sem fæla burt allt jólastressið“
Fólk

„Tvær drottningar sem fæla burt allt jólastressið“

Fólk skammaðist sín
Viðtal
Menning

Fólk skammaðist sín

Meintir erlendir glæpamenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald
Innlent

Meintir erlendir glæpamenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Karlmaður dæmdur fyrir að nefbrjóta konu
Innlent

Karlmaður dæmdur fyrir að nefbrjóta konu

Tinna Rún opinberar uppáhalds jólalögin
Fólk

Tinna Rún opinberar uppáhalds jólalögin

Leyndarmál sem varð að listsýningu
Viðtal
Menning

Leyndarmál sem varð að listsýningu

Lögreglan í bölvuðu veseni með einn drykkjumann
Innlent

Lögreglan í bölvuðu veseni með einn drykkjumann

Chomsky, Gates og David Blaine meðal þeirra sem eru á nýjustu Epstein-myndunum
Myndir
Heimur

Chomsky, Gates og David Blaine meðal þeirra sem eru á nýjustu Epstein-myndunum

Níu ökumenn handteknir eftir umfangsmikið umferðareftirlit
Innlent

Níu ökumenn handteknir eftir umfangsmikið umferðareftirlit

Innlent

Meintir erlendir glæpamenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald
Innlent

Meintir erlendir glæpamenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Birgir kýldi tvo menn á skemmtistað í Reykjavík
Innlent

Birgir kýldi tvo menn á skemmtistað í Reykjavík

Karlmaður dæmdur fyrir að nefbrjóta konu
Innlent

Karlmaður dæmdur fyrir að nefbrjóta konu

Lögreglan í bölvuðu veseni með einn drykkjumann
Innlent

Lögreglan í bölvuðu veseni með einn drykkjumann

Níu ökumenn handteknir eftir umfangsmikið umferðareftirlit
Innlent

Níu ökumenn handteknir eftir umfangsmikið umferðareftirlit

Loka auglýsingu