
Árásin átti sér stað á AkureyriDómur Hauks var skilorðsbundinn til tveggja ára.
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt Hauk Þór Leósson í tveggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás.
Í dómnum segir að Haukur hafi á aðfaranótt þriðjudagsins 19. september 2023, á ónefndum veitingastaðnum á Akureyri, slegið brotaþola hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Brotaþoli nefbrotnaði, fékk glóðarauga og smá sár og bólgu á nefið.
Af hálfu Hauks var krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá var ekki krafist þóknunar til handa skipuðum verjanda.
Haukur játaði brot sitt en sakaferill hans hafði ekki áhrif við ákvörðun refsingar hans. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára og engan sakarkostnað leiddi af meðferð málsins.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment