
Heidi Klum er fyrirsætaSló í gegn á tíunda áratug síðustu aldar.
Mynd: Wikipedia/Glenn Francis
Heidi Klum, ein frægasta fyrirsæta allra tíma, opnaði sig fyrir aðdáendum sínum á Instagram fyrir skömmu.
Þar spurði hún kvenfylgjendur sína hvort þær væru með hár á brjóstunum og sýndi fylgjendum hár sem hún er með á öðru brjóstinu. Viðbrögðin voru svo mikil að fyrirsætan þurfti að loka fyrir athugasemdir á Instagram.
Hárið er grátt og er þetta ekki í fyrsta skipti sem Klum nefnir þetta en í febrúar á þessu ári greindi hún væri því að hún væri með eitt brjóstahár jafnlangt og litli fingur hennar.
Klum sló í gegn á tíunda áratug síðustu aldar og hefur setið fyrir hjá öllum helstu tískutímaritum heimsins. Þá var hún um árabil einn af dómurum America's Got Talent og kynnir Project Runway.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment