1
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

2
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

3
Minning

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá

4
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

5
Innlent

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins

6
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

7
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

8
Innlent

Sósíalistaflokkurinn vill tilnefna Francescu Albanese til friðarverðlauna Nóbels

9
Innlent

Tíu ára drengur illa útleikinn: „Dekkið hafði verið losað á hjólinu hans“

10
Innlent

Þrír erlendir karlmenn dæmdir í fangelsi fyrir innflutning kókaíns

Til baka

Heili Pútíns: „Þriðja heimsstyrjöldin er hafin“

Heimspekingur sem styður Pútín segir að engin mörk haldi lengur.

Alexander Dugin
Alexander DuginTrúir á endurreisn Rússaveldis.
Mynd: Wikimedia Commons / Екатеринодарская Епархия

Heimspekingurinn Alexander Dugin, sem gjarnan er titlaður „heili Pútíns“ í vestrænum fjölmiðlum vegna hugmyndafræðilegra áhrifa hans, segir í grein hjá ríkisreknu rússnesku fréttastofunni RIA að Donald Trump hafi nú hafið þriðju heimsstyrjöldina.

„Sprengjuárás bandaríska flughersins á kjarnorkumannvirki Írans er upphaf þriðju heimsstyrjaldarinnar,“ skrifar Dugin.

Alexandr Dugin er ofurþjóðernissinni og er hugmyndafræði hans kennd við ný-stalínisma og ný-evrasíuisma, sem snýst um að lönd Rússneska keisaradæmisins og síðar Sovétríkjanna myndi náttúrulega heild.

„Kjarnorkuvopn stöðva engann lengur og árásirnar á kjarnorkuinnviði hafa nú verið samþykktar bæði af Ísrael, sem hefur ekki fengið afgerandi viðbrögð á alþjóðavettvangi, og nú einnig af Bandaríkjunum. Stigið hefur verið yfir svo margar rauðar línur að óljóst er hvort nokkrar séu eftir sem ekki hafa verið rofnar,“ skrifar Dugin.

Dugin er staðfastur stuðningsmaður Vladimirs Pútín Rússlandsforseta, en gegnir ekki opinberri stöðu í stjórn hans.

Vladimír Pútín, fordæmdi á mánudag árásir á Íran sem „tilefnislausar“ og „réttlætingarlausar“ árásir í fundi með utanríkisráðherra Teheran, Abbas Araghchi, en tilkynnti ekki um neinn áþreifanlegan stuðning við helsta bandamann sinn í Miðausturlöndum.

Rússland er mikilvægur bakhjarl Írans, en hefur ekki staðið ákveðið með bandamanni sínum þrátt fyrir að Bandaríkin hafi ráðist á kjarnorkumannvirki landsins um helgina.

„Þessi árás, sem var algjörlega án tilefnis, er algjörlega óréttlætanleg,“ sagði Pútín í sjónvarpaðri yfirlýsingu við upphaf fundarins með Araghchi.

Pútín nefndi ekki sérstaklega árásir Bandaríkjanna, heldur talaði almennt um „árásir“ á Íran, þó Rússar hefðu fyrr sama dag fordæmt og harmað árásirnar.

„Það hefur orðið ný og alvarleg spennuaukning á svæðinu og að sjálfsögðu fordæmum við það og lýsum yfir djúpum harmi í því samhengi,“ sagði talsmaður Kreml, Dmitríj Peskov, við fréttamenn skömmu áður en Pútín hitti Araghchi í Kreml.

Pútín hefur stillt sér upp sem milligöngumaður milli Írans og Ísraels, hugmynd sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnaði í síðustu viku.

Araghchi sagði við Pútín að Rússland hefði verið „félagi og samverkamaður“ Teheran og hrósaði mjög nánum og langvarandi tengslum milli Teheran og Moskvu.

„Íran er að beita lögmætri sjálfsvörn gegn þessum árásum,“ bætti hann við.

Síðan Ísrael hóf árásir sínar 13. júní, sem leiddu til viðbragða Írans með eldflaugum og drónum, hefur Rússland ekki lýst yfir neinum opinberum hernaðarstuðningi við Teheran.

Pútín og aðrir embættismenn hafa einnig dregið úr vægi skuldbindinga Moskvu samkvæmt víðtækum stefnumiðuðum samstarfssamningi sem undirritaður var við Íran fyrir aðeins nokkrum mánuðum, og hafa bent á að það sé ekki gagnkvæmt varnarsamkomulag.

Rússland sé að „leggja sitt af mörkum til að styðja íransku þjóðina,“ sagði Pútín.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

„Hryllingnum verður að linna en við ætlum ekki að gera neitt sem gæti mögulega haft áhrif“
„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Atla Vikari Jónssyni
Innlent

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Atla Vikari Jónssyni

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk
Grein

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu
Menning

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu

„Við getum lært af öðrum”
Innlent

„Við getum lært af öðrum”

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra
Innlent

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra

Tíu ára drengur illa útleikinn: „Dekkið hafði verið losað á hjólinu hans“
Innlent

Tíu ára drengur illa útleikinn: „Dekkið hafði verið losað á hjólinu hans“

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag
Myndir
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

Gæsluvarðhaldi yfir leikskólastarfsmanninum framlengt um viku
Innlent

Gæsluvarðhaldi yfir leikskólastarfsmanninum framlengt um viku

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Formaður Neytendasamtakanna hugsi yfir stýrivöxtunum
Peningar

Formaður Neytendasamtakanna hugsi yfir stýrivöxtunum

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Tvennt í haldi lögreglu
Norrænu læknafélögin: Hrun heilbrigðiskerfis á Gaza er neyðarástand
Heimur

Norrænu læknafélögin: Hrun heilbrigðiskerfis á Gaza er neyðarástand

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn
Heimur

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu
Heimur

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu
Heimur

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu

„Truflandi“ skilaboð milli lækna í máli Matthew Perry opinberuð
Heimur

„Truflandi“ skilaboð milli lækna í máli Matthew Perry opinberuð

Loka auglýsingu