Upp úr snjóskafli rís ræfilslegt tjald, sem hefur verið ígildi heimilis í nærri tvö ár fyrir einn af þeim mörgu heimilislausu sem voru skildir eftir í nútímavæðingu Grænlands. Þar býr hann í fimbulkulda heimskautaloftslagsins í Nuuk.
Til að halda á sér hita á svæði þar sem algengt er að hitastig falli niður í -20 gráður að vetri, einangrar Anders Maqe tjaldið sitt með pappakössum, hitar það „með einu eða tveimur kertum“ og sefur í svefnpoka.
Hann er upprunalega frá Tasiilaq, litlu þorpi á austurströnd Grænlands, handan við hafið frá Íslandi, en þessi 57 ára gamli maður með rytjulegt skegg hefur verið heimilislaus síðan hann missti vinnuna sem gjaldkeri bæjarstjórnarinnar fyrir nokkrum árum – og þar með húsnæðið sem fylgdi stöðunni.
Fyrir einu ári og níu mánuðum reisti hann tjaldið sitt fyrir aftan byggingu Hjálpræðishersins í Nuuk, höfuðborg þessarar gríðarstóru eyju.
Hann dreymir um að eiga íbúð.
„Ég þarf á henni að halda, ég þarf mjög mikið á henni að halda,“ sagði hann við AFP.
„Mér er illt innra með mér. Ekki í heilanum heldur hér inni,“ sagði hann og benti á hjarta sitt.
Grænland, sjálfstjórnarsvæði undir Danmörku sem Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur áhuga á að yfirtaka, og sem kýs á þriðjudag í þingkosningum, er heimili um 500 heimilislausra einstaklinga, sem jafngildir næstum eitt prósent af íbúafjöldanum, samkvæmt tölum frá 2022.
Ör nútímavæðing og borgarvæðing undanfarna áratugi er orsökin.
Frá árinu 1980 hefur íbúafjöldi Nuuk tvöfaldast í 19.000 manns, og borgin stefnir á að stækka í 30.000 íbúa fyrir árið 2030.
Borgin, sem skartar sífellt fleiri byggingakrönum, státar nú af golfvelli og síðan síðasta haust af alþjóðlegri flugstöð.
Í Nuuk má einnig finna 150 heimilislausa einstaklinga.
„Í gegnum allt norðurskautið sérðu oft meira það sem við köllum óbeint eða ósýnilegt heimilisleysi,“ útskýrði Steven Arnfjord, félagsfræðirannsakandi við Háskóla Grænlands.
Það getur birst …