1
Menning

Útlitið nokkuð svart hjá VÆB

2
Innlent

Lætur „bjána“ og „fávita“ heyra það

3
Innlent

Ferðamaður kýldur í andlitið við biðstöð á Snorrabraut

4
Innlent

Landsliðsmarkmaður selur snotra íbúð í Kópavogi

5
Innlent

Fimm handteknir vegna andláts

6
Fólk

Silfurrefurinn kveður

7
Heimur

Tvítugur nemi í vorfríi hvarf sporlaust

8
Innlent

Jarðskjálfti varð undir húsi í Grindavík

9
Innlent

Leikkona blessar landsmenn í Fossvogi

10
Heimur

Tvítugi neminn finnst ekki enn

Til baka

Heimilislausir skildir eftir við nútímavæðingu Grænlands

Eitt prósent íbúanna teljast heimilislaus nú þegar kosið er um framtíð næsta nágrannalands Íslands.

Rough sleeper Anders Maqe exits his tent surrounded by snow in Nuuk, Greenland, on March 6, 2025. Greenland, an autonomous Danish territory coveted by US President Trump and which votes on March 11, 2025 in legislative elections, is home to around 500 homeless people, or almost one percent of its population, according to a 2022 tally. The island's rapid modernisation and urbanisation over the past few decades is to blame. Since 1980 the population in Nuuk has doubled to 19,000 inhabitants, and the town aims to grow to 30,000 by 2030. Peppered with construction cranes, it now has a golf course, and as of last autumn, an international airport. And 150 homeless people. (Photo by Odd ANDERSEN / AFP)
Risið úr rekkjuEitt prósent íbúa Grænlands eru heimilislaus. Einn þeirra, Anders Maqe, yfirgefur hér tjaldið þar sem hann hefur búið í tvö ár.
Mynd: Odd Andersen / AFP

Upp úr snjóskafli rís ræfilslegt tjald, sem hefur verið ígildi heimilis í nærri tvö ár fyrir einn af þeim mörgu heimilislausu sem voru skildir eftir í nútímavæðingu Grænlands. Þar býr hann í fimbulkulda heimskautaloftslagsins í Nuuk.

Til að halda á sér hita á svæði þar sem algengt er að hitastig falli niður í -20 gráður að vetri, einangrar Anders Maqe tjaldið sitt með pappakössum, hitar það „með einu eða tveimur kertum“ og sefur í svefnpoka.

Hann er upprunalega frá Tasiilaq, litlu þorpi á austurströnd Grænlands, handan við hafið frá Íslandi, en þessi 57 ára gamli maður með rytjulegt skegg hefur verið heimilislaus síðan hann missti vinnuna sem gjaldkeri bæjarstjórnarinnar fyrir nokkrum árum – og þar með húsnæðið sem fylgdi stöðunni.

Fyrir einu ári og níu mánuðum reisti hann tjaldið sitt fyrir aftan byggingu Hjálpræðishersins í Nuuk, höfuðborg þessarar gríðarstóru eyju.

Hann dreymir um að eiga íbúð.

„Ég þarf á henni að halda, ég þarf mjög mikið á henni að halda,“ sagði hann við AFP.

„Mér er illt innra með mér. Ekki í heilanum heldur hér inni,“ sagði hann og benti á hjarta sitt.

Grænland, sjálfstjórnarsvæði undir Danmörku sem Bandaríkjaforseti Donald Trump hefur áhuga á að yfirtaka, og sem kýs á þriðjudag í þingkosningum, er heimili um 500 heimilislausra einstaklinga, sem jafngildir næstum eitt prósent af íbúafjöldanum, samkvæmt tölum frá 2022.

Ör nútímavæðing og borgarvæðing undanfarna áratugi er orsökin.

Frá árinu 1980 hefur íbúafjöldi Nuuk tvöfaldast í 19.000 manns, og borgin stefnir á að stækka í 30.000 íbúa fyrir árið 2030.

Borgin, sem skartar sífellt fleiri byggingakrönum, státar nú af golfvelli og síðan síðasta haust af alþjóðlegri flugstöð.

Í Nuuk má einnig finna 150 heimilislausa einstaklinga.

„Í gegnum allt norðurskautið sérðu oft meira það sem við köllum óbeint eða ósýnilegt heimilisleysi,“ útskýrði Steven Arnfjord, félagsfræðirannsakandi við Háskóla Grænlands.

Það getur birst …

Opnaðu með áskrift

Mannlíf býður upp á áskrift að efni sem er tímafrekt í vinnslu og krefst aukinnar ritstjórnarvinnu.

c1d8b7c79543007237d92420fc836467a68640b3
Innlent

Þetta er hinn íslenski kafbátur

Kerti
Innlent

Fimm handteknir vegna andláts

Grindavik111
Innlent

Jarðskjálfti varð undir húsi í Grindavík

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Pólitík

Ný varnarstefna: Íslendingar fá sér kafbát

Wheesung var tónlistarmaður
Menning

Fíkniefni sögð mögulega spila hlutverk í andláti poppstjörnu

VÆB
Menning

Útlitið nokkuð svart hjá VÆB

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra
Pólitík

Strandveiðifrumvarp nær ekki í gegn fyrir sumar