
Forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Þórunnar J. Hafstein, ritara þjóðaröryggisráðs, um að hún láti af störfum sem ritari ráðsins um næstu áramót. Helgi Valberg Jensson tekur við starfi ritara þjóðaröryggisráðs frá sama tíma en greint er frá þessu í tilkynningu frá stjórnarráðinu.
„Helgi Valberg lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands 2009. Hann hefur starfað sem lögfræðingur í forsætisráðuneytinu síðastliðið ár en var áður yfirlögfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra og staðgengill ríkislögreglustjóra og aðallögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þar áður starfaði hann í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, innanríkisráðuneytinu og hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu á skrifstofu Kjara- og mannauðssýslu ríkisins,“ segir í tilkyningunni.
„Þórunn J. Hafstein, sem hefur verið ritari þjóðaröryggisráðs frá því það var stofnað 2017, mun starfa í forsætisráðuneytinu út skipunartíma sinn, til 1. október 2026, sem ráðgjafi í þjóðaröryggismálum, auk annarra tilfallandi verkefna fyrir forsætisráðuneytið undir stjórn forsætisráðherra og ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. Þannig verður Þórunn nýjum ritara ráðsins til stuðnings í því skyni að tryggja farsæla samfellu í starfsemi þjóðaröryggisráðs.“

Komment