
Helgi Vilberg Hermannsson, listamaður og fyrrum skólastjóri Myndlistaskólans á Akureyri, er látinn. Akureyri.net greinir frá andláti hans en hann var 73 ára gamall.
Helgi kom að kennslu stærsta hluta ævi sinnar en hann hóf kennslu við Glerárskóla og Oddeyrarskóla frá 1973 til 1977 en á þeim tíma tók hann þátt í stofnun Myndalistaskólans á Akureyri. Hann varð svo skólastjóri hans árið 1977 og stýrði þar til 2022. Þá lét hann af störfum vegna veikinda. Samhliða störfum sínum tók Helgi þátt í og hélt fjölda listasýninga.
Hann var virkur í félagsstörfum yfir ævina og var meðal annars í menningarmálanefnd Akureyar og í stjórn Minjasafnsins á Akureyri. Þá var Helgi einnig forseti Rótarýklúbbs Eyjafjarðar. Helgi var sömuleiðis tónlistarmaður og spilaði um tíma með hljómsveitinni Bravó, sem hitaði eitt sinn upp fyrir Kinks þegar sveitin kom fram í Austurbæjarbíó.
Helgi lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.
Komment