
Kelsey Grammer, 70 ára, hefur greint frá því að eiginkona hans, Kayte Walsh, 46 ára, hafi fætt þeirra fjórða barn saman, son sem fékk nafnið Christopher.
„Það var bara fyrir þremur dögum,“ sagði Kelsey í hlaðvarpsþættinum Pod Meets World 27. október. „Christopher er nýkominn í fjölskylduna.“
Kelsey og Kayte eiga fyrir börnin Faith, 12 ára, Gabriel, 10 ára og James, 8 ára. Leikarinn á þó fleiri börn úr fyrri samböndum: Spencer, 41 árs, með Doreen Alderman, Greer, 33 ára, með Barrie Buckner, og Mason, 23 ára, og Jude, 20 ára, með Camille Grammer.
„Þau urðu bara átta börnin,“ sagði hann og hló.
Kayte, sem giftist Kelsey árið 2011, opinberaði meðgönguna í júní þegar hún sýndi vaxandi bumbuna í gönguferð í London.
Kelsey segir að hann hafi þegar miðlað reynslu sinni áfram til barna sinna, enda nokkur þeirra þegar á sömu leikarabraut og faðirinn.
„Við Kayte vorum að tala um hvað það er sérstakt þegar barn fylgir í fótsporum föðursins,“ sagði hann. „Að hugsa til þess að öll börnin mín, þau sem eru orðin stór, eru tilbúin að taka ábyrgð á sínu lífi og dragast að þessari iðn. [Kayte] sagði: ‘Það er eitthvað til að vera stoltur af.’“

Komment