
Mynd: Mike Labrum / Unsplash
Hjalti Kristgeirsson er fallinn frá en hann var 91 árs gamall. Mbl.is greindi frá andláti hans.
Hjalti fæddist árið 1933 í Gaulverjabæjarhreppi og gekk í Gaulverjabæjarskóla, Héraðsskólann á Laugarvatni og síðan Menntaskólann á Laugarvatni.
Eftir menntaskóla hélt hann til Ungverjalands þar sem hann lærði hagfræði og snéri síðan aftur til Íslands. Hann starfaði hjá Hagstofu Íslands frá 1962 til 1998 en skrifaði líka fyrir Þjóðviljann og var ritstjóri Verkamannsins. Hann þýddi hann einnig ungverskar bækur.
Hjalti var náttúruunnandi og var meðal annars leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands og var ritstjóri árbókar félagsins frá 1988 til 2006.
Eftirlifandi eiginkona hans er Edda Óskarsdóttir myndlistarmaður.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment