1
Pólitík

Illugi segir ljósmynd Kristrúnar vera „hallærislegan tilbúning“

2
Fólk

Landsliðsmaður í knattspyrnu selur í Árbænum

3
Innlent

Dómur yfir rapparnum Hauki H mildaður talsvert

4
Innlent

Aðskotahlutur fannst í ORA dós

5
Pólitík

Oddviti Samfylkingarinnar býður sig ekki aftur fram

6
Innlent

Margrét Löf neitaði að svara spurningum

7
Sport

Víkingur Reykjavík íhugar nafnabreytingu

8
Innlent

Rúmenskir karlmenn handteknir

9
Innlent

Játaði kannabisræktun á Selfossi

10
Heimur

Segir Andrew hafa fengið vændiskonur í Buckinghamhöll

Til baka

Hjördís lýsir hættulegu atviki á mótmælunum á föstudaginn

„Stigmögnun í samfélaginu þegar kemur að afmennskun mótmælenda“

Hjördís Eyþórsdóttir
Hjördís EyþórsdóttirHjördís segir atvikið hafa verið hættulegt
Mynd: Aðsend

Ung kona, Hjördís Eyþórsdóttir, sem tók þátt í aðgerðum fyrir framan Stjórnarráðið um helgina lýsir því í samtali við Mannlíf, hvernig kona hafi keyrt á hana þrisvar sinnum á meðan mótmælin stóðu yfir. Hún segir atvikið hafa verið bæði „beinlínis hættulegt og í víðara samhengi stórhættulegt“.

Í samtalinu útskýrir Hjördís að mótmælin hafi upphaflega átt að fara fram á Hverfisgötu klukkan 08:45, en að þau hafi verið flutt yfir að Utanríkisráðuneytinu eftir að ljóst varð að enginn fundur yrði hjá ríkisstjórninni. „Ég gekk þangað með lítinn hóp og annar aðili varð eftir á Hverfisgötu til að beina fólki á Utanríkisráðuneytið,“ segir hún og bætir við að stemningin hafi verið „góð, sterk og mjög kröftug“.

Hópurinn hafi gengið í kringum ráðuneytið og síðan yfir á Lækjargötu og að Stjórnarráðinu. „Við göngum skáhalt yfir Lækjagötuna öll saman sem hópur og ætli það hafi ekki komið í veg fyrir einn hring af grænu ljósi en fólk var almennt í góðu skapi og leyfði okkur að ganga yfir með fánana og trommurnar,“ segir hún.

Þegar hópurinn kom að Stjórnarráðinu hafi hún sjálf „fundið fyrir ákveðinni ábyrgðartilfinningu“ og því haldið sig aftar til að fylgjast með. „Ég var með trommu um hálsinn og var bara að horfa yfir hópinn og hugsa hvað ég ætti að gera næst.“

Þá hafi Hjördís tekið eftir ómerktum lögreglubíl sem lagði „í fremsta ráðherrastæðið“ og fylgdist með umferðinni. „Ég stóð aðeins út á götu og fylgdist með ómerkta lögreglubílnum ... þetta voru örfáir bílar, það var engin umferð enda klukkan að ganga 10,“ segir hún í samtali við Mannlíf.

Þegar hún stóð þannig hafi kona ekið upp að henni. „Ég er með bakið í götuna og finn fyrir nærveru bíls, sem svo keyrir á mig í fyrsta sinn, ég sný mér við og sé téða konu, ég brosi til hennar og stend á sama stað og hún kallar eitthvað á mig úr bílnum sem ég heyri ekki og svo keyrir hún á mig í annað sinn, miklu harkalegar og mjög einbeitt, ég man ég öskraði og sprakk úr hlátri, enda var ég í smá sjokki yfir að þetta væri raunverulega að gerast, þegar maður er inni í svona aðstæðum þá er tíminn afstæður, þetta voru í heildina kannski um 5-7 sekúndur og í raun bara allt í einni biðu. "Höggin" frá bílnum komu í þremur skömmtum og það síðasta var lengst og svona gerði það að verkum að maður varð að gefast upp og reyna að bjarga sér frá slösun með því að halla sér að bílnum og ég er í raun bara í svona fyrstu viðbrögðum mínum þegar hún svo keyrir á mig í þriðja sinnið.“ Tekur hún fram að hún hafi vissulega staðið aðeins úti á götu en að nóg pláss hafi verið fyrir konuna að komast framhjá henni.

Hún segir að á þeirri stundu hafi ljósmynd verið tekin af atvikinu. „Ég er í raun öskrandi, ekki beint hlæjandi, en gef frá mér svona öskur og aðstæðurnar eru kómískar ... en atvikið samt sem áður alvarlegt.“

Hjördís segir að það sé „með ólíkindum hvernig fólki tekst að réttlæta það að keyra á gangandi vegfarendur“ og bendir á að um sé að ræða „stigmögnun í samfélaginu þegar kemur að afmennskun mótmælenda“. Sjálf bendir hún á að hún sé bara ung kona úr Reykjavík, sem er á vinnumarkaði, verslar í matinn, kyssir dóttur sína góða nótt og finnst gaman þegar það er gott veður. „Það virðist gleymast að við erum manneskjur, segir Hjördís og hlær.

„Við höfum núna séð lögregluna beita fólki óhóflegu valdi með táragasi og handtökum á börnum, bílstjóra sem taka meðvitaða ákvörðun um að keyra á fólk ... og nýlegt dæmi þar sem tveir einstaklingar réðust á konu sem var að líma sniðgöngulímmiða,“ segir Hjördís ennfremur og bætir við að sama viðhorf sjáist í „viðbjóðnum sem er í gangi í sambandi við ofbeldi á Gretu Thunberg um helgina“.

„Þetta hafa verið furðulegir dagar og hræðilegt að lesa þessi komment þar sem fólki finnst í lagi að beita mótmælendur ofbeldi, hlæja að holdafari og niðurlægja mótmælendur í kommentakerfinu.“

Að lokum segir Hjördís: „Ég get bara tala fyrir mig en það er svo merkilegt að öll atvik í lífinu neyða mann í endurskoðun ... ég stend með mannréttindum fyrst og fremst, réttlæti og minn stuðningur fyrir Frjálsri Palestínu er í raun óhaggandi.“

Hjördís líkur samtalinu á þessum orðum:

„Þrátt fyrir niðurlæginguna um helgina þá hef ég í raun aldrei verið betri. Við Íslendingar erum upp til hópa mjög léleg í gagnrýninni hugsun og forgangsröðun ... réttur miðaldra konu til að komast leiðar sinnar truflunarlaust er ekki, því miður, næstum því sá sami og réttur gangandi manneskju til öryggis.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Selja Kjartanshús á Arnarnesi
Fólk

Selja Kjartanshús á Arnarnesi

Hús í einu ríkasta hverfi Íslands
Aldraður göngumaður fluttur með þyrlu eftir fall á Tenerife
Heimur

Aldraður göngumaður fluttur með þyrlu eftir fall á Tenerife

Rúmenskir karlmenn handteknir
Innlent

Rúmenskir karlmenn handteknir

Dómur yfir rapparnum Hauki H mildaður talsvert
Innlent

Dómur yfir rapparnum Hauki H mildaður talsvert

Oddviti Samfylkingarinnar býður sig ekki aftur fram
Pólitík

Oddviti Samfylkingarinnar býður sig ekki aftur fram

Tónleikar gegn „einangrunarbúðum“ haldnir á Prikinu
Menning

Tónleikar gegn „einangrunarbúðum“ haldnir á Prikinu

Margrét Löf neitaði að svara spurningum
Innlent

Margrét Löf neitaði að svara spurningum

Stígamót gera þriggja ára samning við yfirvöld
Innlent

Stígamót gera þriggja ára samning við yfirvöld

Segir Andrew hafa fengið vændiskonur í Buckinghamhöll
Heimur

Segir Andrew hafa fengið vændiskonur í Buckinghamhöll

Illugi segir ljósmynd Kristrúnar vera „hallærislegan tilbúning“
Pólitík

Illugi segir ljósmynd Kristrúnar vera „hallærislegan tilbúning“

MAST varar við hættulegri þurrmjólk frá Bandaríkjunum
Innlent

MAST varar við hættulegri þurrmjólk frá Bandaríkjunum

Borgin heiðrar minningu látins trans fólks
Innlent

Borgin heiðrar minningu látins trans fólks

Innlent

Rúmenskir karlmenn handteknir
Innlent

Rúmenskir karlmenn handteknir

Borgin heiðrar minningu látins trans fólks
Innlent

Borgin heiðrar minningu látins trans fólks

Dómur yfir rapparnum Hauki H mildaður talsvert
Innlent

Dómur yfir rapparnum Hauki H mildaður talsvert

Margrét Löf neitaði að svara spurningum
Innlent

Margrét Löf neitaði að svara spurningum

Stígamót gera þriggja ára samning við yfirvöld
Innlent

Stígamót gera þriggja ára samning við yfirvöld

MAST varar við hættulegri þurrmjólk frá Bandaríkjunum
Innlent

MAST varar við hættulegri þurrmjólk frá Bandaríkjunum

Loka auglýsingu