1
Fólk

Selja risa einbýli á grínverði

2
Pólitík

Sonur ráðherra býður sig fram

3
Fólk

Gunna Dís byrjuð í nýrri vinnu

4
Heimur

Fyrrverandi eiginkona Björns Ulvaeus, Lena, er látin

5
Heimur

Drengur sem lögregla taldi látinn reyndist á lífi á sjúkrahúsi

6
Innlent

Bóndi á Íslandi dæmdur í fangelsi

7
Fólk

Leikari selur í Hafnarfirði

8
Heimur

Mjög alvarleg líkamsárás á vinsælum áfangastað Íslendinga

9
Innlent

Þrír fluttir á sjúkrahús eftir bílslys

10
Heimur

Par fannst látið við grunsamlegar aðstæður á Kanarí

Til baka

Hljóðbylgjur gætu slökkt skógarelda í framtíðinni

Tilraunir hafa sýnt að kerfið getur virkað í allt að 7,5 metra fjarlægð.

Skógareldur í Argentínu
Skógareldur í Argentínu í dagTæknin er ennþa á tilraunastigi
Mynd: MARTIN LEVICOY / AFP

Hljóðbylgjur gætu í framtíðinni gegnt mikilvægu hlutverki í því að stöðva skógarelda á byrjunarstigi.

Í umfjöllun Scientific American kemur fram að bandaríska tæknifyrirtækið Sonic Fire Tech hafi þróað nýstárlegt slökkvikerfi sem byggir á notkun svokallaðs infrasound, það er hljóðbylgja sem eru neðan heyrnarsviðs mannsins. Markmiðið er að kæfa smáa elda áður en þeir ná að breiðast út. Bændablaðið fjallaði um málið.

Tæknin byggir á því að raska einu af grundvallarskilyrðum elds, súrefni. Með því að láta súrefnið titra hraðar en bruninn nær að nýta það stöðvast efnahvarfið sem viðheldur eldinum. Geoff Bruder, flugverkfræðingur og stofnandi Sonic Fire Tech, segir að tilraunir hafi sýnt að kerfið geti virkað í allt að 7,5 metra fjarlægð.

Þótt hugmyndin virðist nýstárleg er hún ekki án fordæma. Bandaríska varnarmálaráðuneytið rannsakaði sambærilegar aðferðir á árunum 2008 til 2011 og árið 2015 var kynnt til sögunnar hljóðknúið slökkvitæki sem minnti helst á subwoofer-magnara. Samkvæmt Albert Simeoni, prófessor við Worcester Polytechnic Institute, eru áhrif hljóðbylgja á eld vel þekkt innan brunavísinda, en helsta hindrunin sé að þróa kerfið þannig að það virki í stærra samhengi án þess að valda óþægilegum eða skaðlegum hljóðáhrifum.

Sonic Fire Tech hefur þegar þróað lausnir sem ætlaðar eru til að verja hús gegn eldsvoðum. Þar er infrasound, með tíðni undir 20 hertzum, nýtt vegna þess að slíkar bylgjur berast lengra en hefðbundið hljóð og eru óheyranlegar fyrir mannseyra. Kerfið samanstendur af stimplum sem knúnir eru af rafmótorum og senda bylgjur um málmrör sem liggja eftir þökum og undir þakskeggjum. Þegar skynjarar nema loga fer kerfið sjálfkrafa í gang og myndar eins konar varnarsvæði sem dregur úr líkum á að eldur kvikni eða breiðist út.

Sérfræðingar benda þó á að tæknin nýtist enn sem komið er aðeins gegn litlum eldum. Arnaud Trouvé, prófessor við Háskólann í Maryland, segir engu að síður mikinn áhuga vera á frekari þróun. Fyrirtækið vinnur nú í samstarfi við tvö orkufyrirtæki í Kaliforníu og stefnir á að setja upp 50 tilraunakerfi snemma árs 2026. Jafnframt hafa nokkrir húseigendur þegar gengið til samninga um uppsetningu kerfisins.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Svala fór óvænt með ömmu sinni út að borða
Fólk

Svala fór óvænt með ömmu sinni út að borða

„Það er svo dýrmætt að eiga ömmu sem hefur verið svo rosalega stór partur af lífi okkar allra“
Héraðsdómur dæmdi Alla í fangelsi
Innlent

Héraðsdómur dæmdi Alla í fangelsi

Hin 18 ára Hanna er týnd í Svíþjóð
Heimur

Hin 18 ára Hanna er týnd í Svíþjóð

Fyrrum ungfrú Ísland vill vinna fyrir Höllu forseta
Fólk

Fyrrum ungfrú Ísland vill vinna fyrir Höllu forseta

Hakkari eyddi „Tinder fyrir rasista“ í beinni útsendingu
Myndband
Heimur

Hakkari eyddi „Tinder fyrir rasista“ í beinni útsendingu

Gunna Dís byrjuð í nýrri vinnu
Fólk

Gunna Dís byrjuð í nýrri vinnu

Mislingar greinast á Íslandi
Innlent

Mislingar greinast á Íslandi

Forsætisráðherra Spánar opinn fyrir því að senda hermenn til Palestínu
Heimur

Forsætisráðherra Spánar opinn fyrir því að senda hermenn til Palestínu

Milljarðamæringur boðaður í skýrslatöku vegna tengsla við Jeffrey Epstein
Heimur

Milljarðamæringur boðaður í skýrslatöku vegna tengsla við Jeffrey Epstein

Mjög alvarleg líkamsárás á vinsælum áfangastað Íslendinga
Heimur

Mjög alvarleg líkamsárás á vinsælum áfangastað Íslendinga

„Lygin er ekki bilun í kerfinu, hún er prófsteinn á hollustu“
Innlent

„Lygin er ekki bilun í kerfinu, hún er prófsteinn á hollustu“

Leikari selur í Hafnarfirði
Myndir
Fólk

Leikari selur í Hafnarfirði

Heimur

Hin 18 ára Hanna er týnd í Svíþjóð
Heimur

Hin 18 ára Hanna er týnd í Svíþjóð

Klæðnaður sem talinn er tilheyra henni fannst í almenningsgarði
Fyrrverandi eiginkona Björns Ulvaeus, Lena, er látin
Heimur

Fyrrverandi eiginkona Björns Ulvaeus, Lena, er látin

Hakkari eyddi „Tinder fyrir rasista“ í beinni útsendingu
Myndband
Heimur

Hakkari eyddi „Tinder fyrir rasista“ í beinni útsendingu

Forsætisráðherra Spánar opinn fyrir því að senda hermenn til Palestínu
Heimur

Forsætisráðherra Spánar opinn fyrir því að senda hermenn til Palestínu

Milljarðamæringur boðaður í skýrslatöku vegna tengsla við Jeffrey Epstein
Heimur

Milljarðamæringur boðaður í skýrslatöku vegna tengsla við Jeffrey Epstein

Mjög alvarleg líkamsárás á vinsælum áfangastað Íslendinga
Heimur

Mjög alvarleg líkamsárás á vinsælum áfangastað Íslendinga

Loka auglýsingu