1
Heimur

Karlmaður lést eftir fall af hótelsvölum á Tenerife

2
Peningar

Stefán Einar stofnar nýtt fyrirtæki

3
Heimur

Áhrifavaldur lést eftir heimafæðingu

4
Menning

Segir Línu langsokk vera orðin að „peningjasjúkum TikTok trúði“

5
Innlent

MAST varar við sósuflöskum sem geta sprungið

6
Innlent

Glúmur hæðist að verkfalli kvenna

7
Innlent

Var sagt frá andláti móður sinnar á jólunum

8
Heimur

Andrés prins undir smásjá lögreglu

9
Fólk

Lúxusvilla í Kópavogi sett á sölu

10
Pólitík

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun

Til baka

Hörður Svavarsson er fallinn frá

Hörður Svavarsson leikskólastjóri mynd
Hörður Svavarsson

Hörður Svavarsson, leikskólastjóri Aðalþings, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 19. júní sl. eftir skamma sjúkrahúslegu, 65 ára að aldri.

Hörður fæddist 15. janúar 1960 í Reykjavík. Foreldrar hans voru þau Svavar Gests hljóðfæraleikari og María Steingrímsdóttir húsmóðir. Hörður ólst upp í Reykjavík en hefur búið í Hafnarfirði á þriðja áratug með konu sinni Díönu Sigurðardóttur. Saman eiga þau dótturina Guðrúnu Eddu Min, en einnig á Hörður dótturina Maríu Eldey. Þá ólst upp hjá Herði sonur Díönu, Pétur Ágúst Hjörleifsson, en einnig á Hörður uppeldisdótturina Margréti Heiði Jóhannsdóttur. Systkini Harðar eru þau Hjördís, Gunnar, Máni og Nökkvi og Bryndís sem er látin.

Hörður gekk í Ísaksskóla, síðar í Hlíðaskóla, en lauk námi við Fósturskóla Íslands. Hörður lauk síðar meistaranámi frá Háskóla Íslands í menntavísindum, en lokaverkefni hans var um rými barna í leikskólum. Fjölmargir, á alþjóðavísu, sóttust eftir umfjöllun um niðurstöður rannsóknarinnar „Börnin í veggjunum“. Hörður starfaði um árabil í leikskólum í Reykjavík en hóf síðar útgáfustarf á tímaritinu Uppeldi auk smárita um uppeldismál og starfaði við það fram yfir aldamótin. Þá hóf Hörður störf sem meðferðar- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ m.a. á Staðarfelli á Fellsströnd.

Hörður hóf störf sem leikskólastjóri í Aðalþingi í Kópavogi fyrir nær 15 árum en leikskólinn Aðalþing er rekinn í anda hugmyndafræði Loris Malaguzzi, oftast kennd við bæinn Reggio Emilia á Ítalíu. Hörður hefur haldið víða erindi og fyrirlestra, hérlendis sem erlendis, á ráðstefnum um hugmyndafræðina. Þá hlaut Aðalþing Íslensku menntaverðlaunin 2021, Orðsporið 2022 og nýlega hlaut Aðalþing veglegan styrk til að þróa nýtt innra matskerfi sem nýtir gervigreind. Allt þetta var hugarfóstur Harðar í leik og starfi.

Hörður var lengi vel formaður Íslenskrar ættleiðingar svo og formaður fimleikafélagsins Björk í Hafnarfirði. Þá sat hann í forvarnarnefnd Hafnarfjarðar svo og í Fræðsluráði Hafnarfjarðar, var virkur félagi í FÁR félagi Áfengis- og vímuefnaráðgjafa, auk þess að taka þátt í ýmsum öðrum félagsstörfum innan samfélags leikskólakennara.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Setti aðra í hættu með glæfraakstri í Mosfellsbæ
Myndband
Innlent

Setti aðra í hættu með glæfraakstri í Mosfellsbæ

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum eftir fíflaskap í rigningu
Virginia Giuffre segir þekktan forsætisráðherra hafa nauðgað sér
Heimur

Virginia Giuffre segir þekktan forsætisráðherra hafa nauðgað sér

Ragnhildur Alda gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn
Slúður

Ragnhildur Alda gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn

Nýr heimildarþáttur sýnir áður óþekkt gögn um morðið á Hind Rajab
Myndband
Heimur

Nýr heimildarþáttur sýnir áður óþekkt gögn um morðið á Hind Rajab

Nær helmingur Eflingarfélaga býr við fátækt
Peningar

Nær helmingur Eflingarfélaga býr við fátækt

Hátíð hugleiðslu- og heilunartónlistar í fyrsta sinn á Íslandi
Menning

Hátíð hugleiðslu- og heilunartónlistar í fyrsta sinn á Íslandi

Arne Slot heldur ró sinni þrátt fyrir fjórða tap Liverpool í röð
Sport

Arne Slot heldur ró sinni þrátt fyrir fjórða tap Liverpool í röð

Tvílyft Hafnarfjarðarhöll til sölu
Myndir
Fólk

Tvílyft Hafnarfjarðarhöll til sölu

Rúrik auglýsir nefhárarakvél
Myndir
Fólk

Rúrik auglýsir nefhárarakvél

Stephan Vilberg Benediktsson er látinn
Minning

Stephan Vilberg Benediktsson er látinn

„Þegar barn er skotið í höfuðið á eftirlitsstöð, er það líka sjálfsvörn?“
Innlent

„Þegar barn er skotið í höfuðið á eftirlitsstöð, er það líka sjálfsvörn?“

Minning

Stephan Vilberg Benediktsson er látinn
Minning

Stephan Vilberg Benediktsson er látinn

Þorgerður Katrín minnist systur sinnar
Minning

Þorgerður Katrín minnist systur sinnar

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá
Minning

Götulistamaðurinn JóJó er fallinn frá

Björk Aðalsteinsdóttir er látin
Minning

Björk Aðalsteinsdóttir er látin

Loka auglýsingu