
Mynd: Shutterstock
Hrafn Bragason, fyrrum hæstaréttardómari, er fallinn frá. Hann var 86 ára gamall.
Hrafn fæddist árið 1938 á Akureyri og stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri sem ungur maður. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi árið 1958 hélt hann í Háskóla Íslands og lauk embættisprófi þaðan. Hann stundaði svo framhaldsnám í Bretlandi og Noregi.
Hrafn var borgardómari í Reykjavík frá 1972 til 1987 við gott orðspor og var þá skipaður dómari við Hæstarétt Íslands. Hann var dómari við réttinn frá 1987 til 2007 og var forseti hans 1994 og 1995. Þá var hann formaður Íslandsdeildar Amnesty International um tíma og kenndi við lagadeild Háskóla Íslands.
Hrafn var giftur Ingibjörgu Árnadóttur, sem lést árið 2007, og eignuðust þau tvö börn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment