
Þrátt fyrir að Ísraelsmenn haldi áfram að fullyrða að mannúðaraðstoð berist og að ekki sé raunverulegt vandamál í gangi, hefur utanríkisráðuneytið gengið svo langt að gefa út yfirlýsingu þess efnis að þessi hungursneyð sé ekki eins og hún lítur út, þar sem vörubílar séu að fara inn í svæðið. Með þessu afsala þeir sér allri ábyrgð á umsátrinu sem hindrar mannúðaraðstoð og hefur áhrif á tvær milljónir Palestínumanna á svæðinu.
Þetta heldur áfram þrátt fyrir að ísraelskir fjölmiðlar birti nú viðtöl við fyrrverandi verktaka frá GHF (Global Humanitarian Foundation), þar sem fullyrt er að misnotkun eigi sér stað og að mannúðaraðstoðin sem dreift er sé alls ekki næg. Fimmtán Palestínumenn dóu úr hungri í dag og er nú talan komin upp í 116 manns.
GHF er samtök sem njóta stuðnings bæði Bandaríkjanna og Ísraels, en enn er óljóst hvaðan upphaflega 100 milljón dala fjármögnunin þeirra kom.
Þrátt fyrir að slík umfjöllun fari fram í Ísrael virðist hún þó ekki hafa mikil áhrif á almenningsálit þegar kemur að hungri og neyð Palestínumanna.
Þó eru ekki allir á sama máli innan Ísrael en nú ganga saman um götur þúsundir Gyðinga og Palestínumanna, gegn hungursneyðinni á Gaza og krefjast tafarlauss vopnahléssamnings til að binda enda á þjóðarmorðið.
Komment