1
Heimur

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni

2
Heimur

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði

3
Innlent

Seinheppinn glæpon gleymdi grunsamlegri tösku á glámbekk

4
Minning

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá

5
Heimur

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest

6
Heimur

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars

7
Heimur

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela

8
Pólitík

„Hvar liggur Samspillingin?“

9
Fólk

Linda Ben elskar jólin

10
Peningar

Kvikmyndahúsin enn í vanda

Til baka

Ísrael neitar að sleppa palestínskum læknum úr haldi þrátt fyrir vopnahléssamkomulag

„Í síðustu heimsókn minni, þann 9. júlí, hafði hann misst meira en 40 kíló, yfir þriðjung líkamsþyngdar sinnar.“

Hussam Abu Safiya
Hussam Abu SafiyaSafiya við störf við afar erfiðar aðstæður
Mynd: AFP

Yfirvöld í Ísrael neita að sleppa tveimur palestínskum læknum úr haldi, þar á meðal barnalækninum Hussam Abu Safiya, þrátt fyrir vopnahlésamkomulag, að sögn embættismanns frá Hamas sem ræddi við CNN.

Safiya var barinn og numinn á brott af ísraelskum hermönnum í desember í fyrra þegar þeir réðust inn á Kamal Adwan-sjúkrahúsið í norðurhluta Gaza. Þar neitaði hann að yfirgefa sjúklinga sína þrátt fyrir umsátur.

Myndefni sem birtist í kjölfar árásarinnar sýndi Safiya ganga yfir rústir í hvítum læknaslopp. Ísraelski herinn fullyrti að hann væri „grunaður einstaklingur“ sem væri yfirheyrður vegna „hugsanlegrar þátttöku í hryðjuverkastarfsemi“. Hann hefur verið í haldi síðan þá, án ákæru.

Þrátt fyrir að samið hafi verið um fangaskipti sem hluta af vopnahléssamkomulagi fyrr í vikunni, segir fulltrúi Hamas að Safiya verði ekki látinn laus.

„Hersetan neitaði að sleppa dr. Hussam Abu Safiya,“ sagði embættismaður Hamas við CNN á föstudag.

Í júlí greindi lögfræðingurinn Ghaid Ghanem Qassem frá því að Safiya hefði misst meira en þriðjung líkamsþyngdar sinnar í haldi í hinu alræmda Ofer-fangelsi í Ísrael. Hann hefði verið barinn harkalega og ítrekaðar beiðnir hans um læknisaðstoð hafnað.

„Dr. Hussam Abu Safiya er ekki í lagi,“ skrifaði Qassem á Facebook. „Í síðustu heimsókn minni, þann 9. júlí, hafði hann misst meira en 40 kíló, yfir þriðjung líkamsþyngdar sinnar. Þegar hann var handtekinn vó hann 100 kíló, en nú er hann ekki nema um 60. Hann var beittur miklu ofbeldi 24. júní. Klefinn hans í Ofer-fangelsinu, klefi 1, álma 24, var sérstaklega gerður að skotmarki Hann var barinn harkalega í brjóstkassann.“

Qassem bætti við að gleraugu Safiya hefðu verið brotin og að hann þjáðist nú af óreglulegum hjartslætti.

Auk Safiya neita Ísraelar einnig að sleppa Marwan al-Hams, forstöðumanni Abu Youssef al-Najjar sjúkrahússins í Rafah og yfirmanni vettvangssjúkrahúsa á Gasa.

Hams var rænt af dulbúnum ísraelskum hermönnum í júlí á þessu ári. Samkvæmt vitnisburðum sem Palestínska mannréttindamiðstöðin (PCHR) hefur safnað, réðust fjórir vopnaðir menn í borgaralegum klæðnaði inn á kaffihús við ströndina í Rafah, særðu Hams og og drápu tvo palestínska ljósmyndara, Tamer Rebhi Rafiq al-Zaanin og Ibrahim Atef Atiyah Abu Asheibah.

PCHR greinir frá því að árásin hafi átt sér stað á meðan Zaanin og Hams voru við tökur á heimildarmynd. Hams var dreginn inn í hvítan bíl og ekið á brott, og hefur ekki sést síðan. Ísraelskar yfirvöld hafa ekki staðfest hvar hann er eða hvort hann sé í haldi.

Samkvæmt gögnum frá samtökunum Palestinian Healthcare Workers Watch eru nú um 28 palestínskir læknar frá Gaza í ísraelsku fangelsi. Þar af eru átta yfirmenn í skurðlækningum, bæklunarlækningum, gjörgæslu, hjartalækningum og barnalækningum.

Frásagnir palestínskra fanga lýsa kerfisbundnu og alvarlegu ofbeldi í ísraelskum fangelsum eftir 7. október 2023. Mannréttindasamtök hafa kallað þessa meðferð kerfisbundin mannréttindabrot og jafnvel glæpi gegn mannkyninu.

Skýrslur greina frá hungri, skorti á læknisaðstoð, líkamlegu ofbeldi, niðurlægingu, kynferðisofbeldi, þjófnaði og fjöldafangelsunum í einangrun.

Þrátt fyrir að Abu Safiya sé óbreyttur borgari hefur hann verið skilgreindur sem „ólöglegur vígamaður“ samkvæmt ísraelskum lögum, sem gerir yfirvöldum kleift að halda einstaklingum í fangelsi án ákæru, án dómsúrskurðar og án þess að upplýsa fjölskyldu eða lögmenn um hvar þeir eru vistaðir. Mannréttindasamtök hafa fordæmt þessa lagasetningu sem alvarlegt brot á alþjóðalögum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni
Heimur

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni

Safnið neitar fullyrðingunum
Kvikmyndahúsin enn í vanda
Peningar

Kvikmyndahúsin enn í vanda

„Hvar liggur Samspillingin?“
Pólitík

„Hvar liggur Samspillingin?“

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela
Heimur

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars
Heimur

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest
Heimur

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest

Seinheppinn glæpon gleymdi grunsamlegri tösku á glámbekk
Innlent

Seinheppinn glæpon gleymdi grunsamlegri tösku á glámbekk

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði
Heimur

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá
Minning

Jón Ásgeirsson tónskáld er fallinn frá

Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring
Myndband
Heimur

Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring

Kynfræðsla lykillinn að því að börn greini ofbeldi og segi frá að mati Uglu
Innlent

Kynfræðsla lykillinn að því að börn greini ofbeldi og segi frá að mati Uglu

Kona á Kanarí handtekin eftir rán með sveðju
Heimur

Kona á Kanarí handtekin eftir rán með sveðju

Heimur

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni
Heimur

Móðir fullviss um að lík sonar hennar sé til sýnis á safni

Safnið neitar fullyrðingunum
Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring
Myndband
Heimur

Ísrael drap að minnsta kosti 22 Palestínumenn á síðasta sólarhring

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela
Heimur

Takmarka upplýsinga­miðlun til Bandaríkjanna vegna aðgerða í Venesúela

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars
Heimur

Feldman opnar sig um „eitraða stemmningu“ bakvið tjöldin í Dancing With the Stars

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest
Heimur

Líkið í bifreið D4vd frosið og limlest

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði
Heimur

Barnabarn JFK greindist með ólæknandi bráðahvítblæði

Loka auglýsingu