1
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

2
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

3
Innlent

Illa liðinn skólameistari vill annað tækifæri

4
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

5
Innlent

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra

6
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

7
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

8
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

9
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

10
Menning

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann

Til baka

„Ísrael vill ekki gera Gretu að píslarvotti“

Spennan stigmagnast nú þegar aðgerðarsinnarnir tólf nálgast Gazaströndina með hjálpargögn.

Greta Thunberg
Greta á skipinuTólf aðgerðarsinnar nálgast strendur Gaza með hjálpargögn.
Mynd: Instagram-skjáskot

Greta Thunberg sigldi frá Sikiley þann 1. júní ásamt ellefu öðrum aðgerðarsinnum í átt að Gaza með neyðaraðstoð fyrir svæðið, sem hefur orðið fyrir miklum skaða vegna gengdarlausra árása Ísraelshers. Í dag skipaði varnarmálaráðherra Ísraels, Israel Katz, hernum að stöðva seglbátinn og „grípa til allra nauðsynlegra aðgerða“.

„Ísrael vill ekki gera Gretu að píslarvotti“

Ferðin og yfirlýsingar í tengslum við hana hafa fengið mikla athygli í fjölmiðlum. Alexander Atarodi, sérfræðingur í Mið-Austurlöndum telur þó að Ísrael reyni að draga úr mikilvægi þátttöku Gretu í málinu.

Greta er alþjóðleg fyrirmynd. Að hún taki svona þátt í málinu gæti kallað á mikinn stuðning við málstað Gasa.“

Anders Persson, stjórnmálafræðingur með sérhæfingu í málefnum Miðausturlanda, tekur í sama streng og bendir á áhrifamátt Gretu. Hann telur að Ísrael vilji nálgast málið af varfærni.

„Þeir vilja ekki gera Gretu að píslarvotti. Ísrael vill leysa þetta án þess að vekja of mikla athygli“, segir hann.

Talsmaður þýska arms Freedom Flotilla Coalition, samtakanna sem standa að ferðinni, segir að báturinn muni halda áfram þrátt fyrir hótanir Ísraels.

„Átök yfirvofandi“

Anders Persson segir að Ísrael hafi í 15 ár haft stefnu um að stöðva báta á vegum Freedom Flotilla Coalition. Nú þegar báturinn nálgast strendur Gaza, telur hann það sífellt brýnna fyrir Ísrael að stöðva ferðina og koma í veg fyrir að neyðaraðstoðin komist til lands.

„Það er engin spurning að átök eru yfirvofandi“, segir hann.

Hann bendir á að bátar samtakanna hafi áður orðið fyrir árásum, jafnvel með drónum. Hins vegar telur hann líklegra að sérsveitir verði sendar um borð til að stöðva ferðina eða að báturinn verði skemmdur á einhvern hátt, til að forðast of sterkar viðbragðsbylgjur í alþjóðasamfélaginu.

Hvernig ímynd Ísraels gæti skaðast

Alexander Atarodi telur að ímynd Ísraels í alþjóðasamfélaginu gæti orðið fyrir enn frekari skaða ef seglbáturinn kemst til Gasa og varpar ljósi á aðstæður Palestínumanna þar.

„Ísrael reynir nú að takmarka skaðann (e. „damage control“). Ef hún kemst alla leið gæti það haft hörmulegar afleiðingar fyrir Ísrael.“

Að sögn Atarodi vinnur Ísrael mjög markvisst að því að hafa stjórn á ímynd landsins og upplýsingum sem berast um það út á við.

„Þegar ungt fólk fer að hafa neikvæða sýn á Ísrael, er það slæmt fyrir framtíð landsins. Þetta fólk gæti verið í áhrifastöðum eftir tíu ár.“

Hann bendir jafnframt á að vaxandi mótmæli, bæði innanlands og utan, bendi til þess að ímynd Ísraels sé nú þegar að versna verulega.

Sænski fréttamiðillinn SVT fjallaði um málið.

Hér má fylgjast með ferðum Gretu og félaga.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Maskína Birnis
Menning

Maskína Birnis

Hann er þó ekki einn með þá maskínu
Pétur lætur Þorgerði Katrínu hafa það óþvegið
Innlent

Pétur lætur Þorgerði Katrínu hafa það óþvegið

Forsetinn segir ungt fólk hrópa á hjálp
Innlent

Forsetinn segir ungt fólk hrópa á hjálp

Illa liðinn skólameistari vill annað tækifæri
Innlent

Illa liðinn skólameistari vill annað tækifæri

Snorri Ásmundsson hugleiðir fyrir ást og friði
Menning

Snorri Ásmundsson hugleiðir fyrir ást og friði

Alþjóðleg pólitík er barnaleg - Að vera þingmaður 11. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Alþjóðleg pólitík er barnaleg - Að vera þingmaður 11. kafli

Þjóð sem gleymdi sjálfri sér
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Þjóð sem gleymdi sjálfri sér

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg
Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg
Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg

Sýnir að Netanyahu hefur engan áhuga á vopnahléi, segir ísraelskur dálkahöfundur
Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu
Heimur

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn
Heimur

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu
Heimur

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu

Loka auglýsingu