
Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur engan áhuga á vopnahléi, að sögn Adnan Hayajneh, prófessors í alþjóðasamskiptum við háskólann í Katar. Í viðtali við Al Jazeera segir hann: „Það er engin von um að vopnahléið haldi áfram eftir að öllum gíslum hefur verið sleppt, Ísrael mun þá halda áfram „gamla leiknum“ með því að drepa Palestínumenn.“
„Mér finnst alveg ljóst hvað Ísrael vill … þeir vilja land án fólks … þannig að Palestínumönnum séu gefnir þrír kostir: Að svelta, vera drepnir, eða yfirgefa landið.“
Hann segir að Palestínumenn og Hamas vilji heildarvopnahlé, stöðvun blóðsúthellinga og endalok átaka. Ísrael sé aftur á móti aðeins að sækjast eftir tímabundnu samkomulagi til að ná fram skammtímamarkmiði sínu, að frelsa ísraelska gísla.
Komment